Inga Sæland: Hefði aldrei montað mig af persónuafsláttarhækkuninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:59 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Vísir/Anton Brink Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.Inga sagðist hafa gengið inn í síðasta sumar með trega, vitandi það að hún hafi getað ferðast eins og hún vildi – þar sem hún hafði efni á því. Þá gagnrýndi hún þá sem á undan höfðu komið upp í pontu fyrir að hafa ekki minnst á fátækt á Íslandi í ræðum sínum. „Er þá ekki kominn tími til að opna augun? Eigum við ekki að líta inn á við og spyrja, hverjar eru frumþarfir mannsins? Hverjar eru frumþarfir okkar allra?“ spurði Inga. Þá kom hún inn á málefni öryrkja á Íslandi. „Varð ég fyrir slysi? Hvers vegna er ég veikur? Af hverju er ég öryrki? Hvar er hjálpina að finna? Við verðum að átta okkur á því, virðulegi forseti, að það biður enginn um að vera öryrki. Enginn.“Nutu ekki sömu forréttinda og „ríkisbubbabörnin“ Þá sagði Inga að þeir sem byggju við fátækt væru ekki að biðja um munað, heldur sanngirni, réttlæti og jöfnuð. „Enginn þeirra getur farið í leikhús, enginn þeirra getur farið út að borða. Ég tala af eigin reynslu. Kannski einu sinni í mánuði, þá er hægt að hafa pítsu. Mín börn nutu ekki sömu forréttinda og ríkisbubbabörnin í kring.“ Þá gaf Inga lítið fyrir að verið væri að beita skattakerfinu til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Þá spurði hún hvernig það mætti vera að fátækt meðal barna á Íslandi hefði aukist í góðæri undanfarinna missera. Hún beindi að síðustu spjótum sínum aftur að ríkisstjórninni og nýjum fjárlögum. „Ég hefði til dæmis persónulega og prívat aldrei staðið í pontu í kvöld og montað mig af fjögurra prósenta hækkun á persónuafslætti. Staðreyndin er sú að við erum að tala um eitt prósent. Eitt prósent. Þrjú prósent af þessari hækkun koma eingöngu vegna lögbundinnar vísitöluhækkunar, þetta eina prósent gefur 535 krónur. En ég veit ekki í hversu margar sneiðar við þyrftum að skera pítsuna til að fá sneið fyrir 535 kall,“ sagði Inga. Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Fátækt á Íslandi var í forgrunni í ræðu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.Inga sagðist hafa gengið inn í síðasta sumar með trega, vitandi það að hún hafi getað ferðast eins og hún vildi – þar sem hún hafði efni á því. Þá gagnrýndi hún þá sem á undan höfðu komið upp í pontu fyrir að hafa ekki minnst á fátækt á Íslandi í ræðum sínum. „Er þá ekki kominn tími til að opna augun? Eigum við ekki að líta inn á við og spyrja, hverjar eru frumþarfir mannsins? Hverjar eru frumþarfir okkar allra?“ spurði Inga. Þá kom hún inn á málefni öryrkja á Íslandi. „Varð ég fyrir slysi? Hvers vegna er ég veikur? Af hverju er ég öryrki? Hvar er hjálpina að finna? Við verðum að átta okkur á því, virðulegi forseti, að það biður enginn um að vera öryrki. Enginn.“Nutu ekki sömu forréttinda og „ríkisbubbabörnin“ Þá sagði Inga að þeir sem byggju við fátækt væru ekki að biðja um munað, heldur sanngirni, réttlæti og jöfnuð. „Enginn þeirra getur farið í leikhús, enginn þeirra getur farið út að borða. Ég tala af eigin reynslu. Kannski einu sinni í mánuði, þá er hægt að hafa pítsu. Mín börn nutu ekki sömu forréttinda og ríkisbubbabörnin í kring.“ Þá gaf Inga lítið fyrir að verið væri að beita skattakerfinu til að koma á jöfnuði í samfélaginu. Þá spurði hún hvernig það mætti vera að fátækt meðal barna á Íslandi hefði aukist í góðæri undanfarinna missera. Hún beindi að síðustu spjótum sínum aftur að ríkisstjórninni og nýjum fjárlögum. „Ég hefði til dæmis persónulega og prívat aldrei staðið í pontu í kvöld og montað mig af fjögurra prósenta hækkun á persónuafslætti. Staðreyndin er sú að við erum að tala um eitt prósent. Eitt prósent. Þrjú prósent af þessari hækkun koma eingöngu vegna lögbundinnar vísitöluhækkunar, þetta eina prósent gefur 535 krónur. En ég veit ekki í hversu margar sneiðar við þyrftum að skera pítsuna til að fá sneið fyrir 535 kall,“ sagði Inga.
Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Bjarni: Höfum gjörbreytt þröngri stöðu í þá bestu sem Ísland hefur verið í „Við höfum gjörbreytt þröngri stöðu í bestu stöðu sem Ísland hefur verið í í efnahagslegu tilliti,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:54
Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20