Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að erfitt hefði verið að fylgjast með Framsókn gefa eftir sín helstu kosningaloforð í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur fyrir að útlista aðeins „göfug stefnumál“ en að leggja ekki til neinar aðferðir. „Hvernig á að ná markmiðunum?“ spurði Sigmundur Davíð. Það litla sem hafi verið sagt um það hafi verið „í anda sýndarpólitíkur og kerfisvæðingar.“ Þá sagði hann jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar „stolnar fjaðrir“ og að hann minnti að Viðreisn hafi átt veg og vanda að henni á sínum tíma. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ bætti Sigmundur þó við og uppskar hlátur úr sal.Átakanleg svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina Sigmundur var einnig harðorður í garð nýrrar loftslagsáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag. Hann sagði áætlunina aðallega snúast um bönn og sýndaraðgerðir. Þá væri fjölgun rafmagnsbíla vissulega göfugt markmið, en að fráleitt sé að bensín og díselbílar verði bannaðir. Einhverjar undanþágur yrðu þó fyrir fólk á einhverjum stöðum á landsbyggðinni. „Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Að síðustu sagði Sigmundur að þungbært væri að horfa upp á Framsóknarflokkinn gefa upp öll sín stærstu kosningaloforð fyrir þrjá ráðherrastóla. Um sé að ræða átakanleg svik Framsóknar við landsbyggðina og innlenda matvælaframleiðslu. Þá lauk hann ræðunni með lokaskoti á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: „Við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt, hún snýst bara um sjálfa sig.“ Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að erfitt hefði verið að fylgjast með Framsókn gefa eftir sín helstu kosningaloforð í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur fyrir að útlista aðeins „göfug stefnumál“ en að leggja ekki til neinar aðferðir. „Hvernig á að ná markmiðunum?“ spurði Sigmundur Davíð. Það litla sem hafi verið sagt um það hafi verið „í anda sýndarpólitíkur og kerfisvæðingar.“ Þá sagði hann jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar „stolnar fjaðrir“ og að hann minnti að Viðreisn hafi átt veg og vanda að henni á sínum tíma. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ bætti Sigmundur þó við og uppskar hlátur úr sal.Átakanleg svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina Sigmundur var einnig harðorður í garð nýrrar loftslagsáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag. Hann sagði áætlunina aðallega snúast um bönn og sýndaraðgerðir. Þá væri fjölgun rafmagnsbíla vissulega göfugt markmið, en að fráleitt sé að bensín og díselbílar verði bannaðir. Einhverjar undanþágur yrðu þó fyrir fólk á einhverjum stöðum á landsbyggðinni. „Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Að síðustu sagði Sigmundur að þungbært væri að horfa upp á Framsóknarflokkinn gefa upp öll sín stærstu kosningaloforð fyrir þrjá ráðherrastóla. Um sé að ræða átakanleg svik Framsóknar við landsbyggðina og innlenda matvælaframleiðslu. Þá lauk hann ræðunni með lokaskoti á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: „Við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt, hún snýst bara um sjálfa sig.“
Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu