Rútur festust þvert á veginum á Mosfellsheiði og Ísafjörður einangraður Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2018 20:38 Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar. Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar.
Veður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira