Ljósmæðranemar vinna launalaust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 21:30 Fyrr á árinu sendu um 50 núverandi og verðandi ljósmæður frá sér áskorun til yfirvalda og óskuðu eftir að greitt yrði fyrir starfsnám í ljósmóðurfræðum. Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði telja alla eiga að fá greitt fyrir vinnu. Rebekka Jóhannesdóttir vakti athygli á því í síðustu viku að hún þarf að hætta námi vegna fjárskorts og grátbað spítalann að setja nemalaun aftur á. „Tæknilega séð gæti ég fengið mér vinnu og unnið allar helgar en námið sem ég er í, ljósmóðurfræði býður ekki upp á það þar sem námið byggist að mestum hluta upp sem klínísk kennsla, sem þýðir það að ég er í 80% vinnu á Landspítalanum og ég fæ ekkert borgað fyrir það,“ sagði hún í pistli á Facebook síðu sinni. Inga María Hlíðar Thorsteinson, nýútskrifuð ljósmóðir, segir þetta miður og að seinna árið, þegar ljósmæðranemar vinna sjálfstætt, ætti að vera launað. „Það er í rauninni fullt starf sem við erum að vinna, auk þess að vera í skólanum. Svo það reynist okkur ómögulegt að vinna með fram þessari starfsskyldu. Við erum að bæta við okkur framhaldsnámi við hjúkrunarmenntum. Erum því búnar að vera heillengi, eða nokkur ár, ólaunað í klínísku námi, þannig að mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér,” segir Inga María. Samkvæmt samtali fréttastofu við lögfræðing Bandalags háskólamanna, heildarsamtaka sem Ljósmæðrafélag Íslands tilheyrir, er almenn afstaða þeirra sú að greidd séu laun fyrir þau störf sem innt eru af hendi. Bandalagið hefur ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta m.a. sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þess efnis og kallað eftir því að settar séu skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. „Það er samt til þess að við getum útskrifast og sinnt því sem við eigum að sinna, þá þurfum við að vinna alveg sjálfstætt. Þó svo að við séum með einhvern á bak við okkur þá erum við að vinna vinnuna. Það er mikið álag á þessum vöktum sem við erum á þó svo að við höfum einhvern til að leita til,” segir Inga María að lokum. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Fyrr á árinu sendu um 50 núverandi og verðandi ljósmæður frá sér áskorun til yfirvalda og óskuðu eftir að greitt yrði fyrir starfsnám í ljósmóðurfræðum. Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði telja alla eiga að fá greitt fyrir vinnu. Rebekka Jóhannesdóttir vakti athygli á því í síðustu viku að hún þarf að hætta námi vegna fjárskorts og grátbað spítalann að setja nemalaun aftur á. „Tæknilega séð gæti ég fengið mér vinnu og unnið allar helgar en námið sem ég er í, ljósmóðurfræði býður ekki upp á það þar sem námið byggist að mestum hluta upp sem klínísk kennsla, sem þýðir það að ég er í 80% vinnu á Landspítalanum og ég fæ ekkert borgað fyrir það,“ sagði hún í pistli á Facebook síðu sinni. Inga María Hlíðar Thorsteinson, nýútskrifuð ljósmóðir, segir þetta miður og að seinna árið, þegar ljósmæðranemar vinna sjálfstætt, ætti að vera launað. „Það er í rauninni fullt starf sem við erum að vinna, auk þess að vera í skólanum. Svo það reynist okkur ómögulegt að vinna með fram þessari starfsskyldu. Við erum að bæta við okkur framhaldsnámi við hjúkrunarmenntum. Erum því búnar að vera heillengi, eða nokkur ár, ólaunað í klínísku námi, þannig að mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér,” segir Inga María. Samkvæmt samtali fréttastofu við lögfræðing Bandalags háskólamanna, heildarsamtaka sem Ljósmæðrafélag Íslands tilheyrir, er almenn afstaða þeirra sú að greidd séu laun fyrir þau störf sem innt eru af hendi. Bandalagið hefur ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta m.a. sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þess efnis og kallað eftir því að settar séu skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. „Það er samt til þess að við getum útskrifast og sinnt því sem við eigum að sinna, þá þurfum við að vinna alveg sjálfstætt. Þó svo að við séum með einhvern á bak við okkur þá erum við að vinna vinnuna. Það er mikið álag á þessum vöktum sem við erum á þó svo að við höfum einhvern til að leita til,” segir Inga María að lokum.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira