Áttavilltir ferðamenn í leit að typpum komu þingkonu á kortið Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 20:00 Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona, vakti athygli á tilkynningunni sem sjá má hér til hægri. Mynd/Samsett Tilkynning sem hengd var upp í húsnæði að Laugavegi 116, á hverri ferðamönnum er sérstaklega bent á að þeir séu ekki staddir á hinu margfræga Reðasafni, hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, deildi myndinni á Twitter-reikningi sínum en yfir hundrað þúsund notenda hafa nú „líkað við“ færsluna. Þá vakti myndin gríðarlega athygli í umræðuþræði á vefsíðunni Reddit og hún auk þess tekin til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum. Hið íslenzka reðasafn, sem á ensku útleggst sem The Icelandic Penis Museum, er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Safnið var upphaflega opnað á Húsavík en flutti til Reykjavíkur, nánar tiltekið að Laugavegi 116, árið 2011 og hefur staðið þar síðan. Svo virðist sem ferðamenn fari ítrekað dyravillt þegar þeir leggja leið sína á safnið en starfsmaður The Reykjavík Coworking Unit, sem staðsett er í sama húsnæði og Reðasafnið, fann sig knúinn til að hengja tilkynninguna upp, ef marka má fyrstu Twitter-færslu af málinu. „Þetta er ekki reðasafnið. Farðu aftur inn á Laugaveg (götuna), til vinstri og gakktu 20 metra,“ stendur í leiðbeiningum á skiltinu. „Þú munt ekki missa af því. Það er stór mynd af typpi utan á því.“ I just had to make this sign for my workplace. pic.twitter.com/4LOYOLPWWa— jooon (@joonturbo) April 12, 2017 Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona, deildi svo sinni eigin mynd af tilkynningunni í vikunni. Þegar þetta er ritað hefur færslu Ástu verið „endurtíst“ 31 þúsund sinnum og þá hafa rúmlega 115 þúsund manns „líkað við“ hana. First world problem in Iceland. pic.twitter.com/LYLON77nuU— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) March 12, 2018 Ásta segir í samtali við Vísi að hún hafi komið auga á skiltið þegar hún átti leið hjá skrifstofu Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem einnig er til húsa við Laugaveg 116. Hún hafi því smellt af mynd, deilt henni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eins og rakið hefur verið. „Viðbrögðin hafa eiginlega verið aðeins of góð. Ég bjóst ekki við þessu,“ segir Ásta. „Lækin“ hrannast enn inn og kveðst Ásta hafa þurft að slökkva á Twitter-tilkynningum í síma sínum vegna fjölda þeirra sem líka við færsluna. „Svo er kannski gott að taka fram að ég er ekki tengd typpasafninu á nokkurn hátt,“ segir Ásta sposk að lokum. If you are a journalist trying to get permission to republish the funny penis Museum picture - the answer is yes you may. I get so many retweets and replies to the tweets that my Twitter is broken.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) March 14, 2018 Ferðamennska á Íslandi Söfn Tengdar fréttir Gefur Reðasafninu stærsta getnaðarlim í heimi Jonah Falcon, sem þekktur er fyrir að skarta stærsta getnaðarlim í heimi, hefur heitið því að gefa Hinu íslenzka reðasafni lim sinn að sér gengnum. 3. maí 2014 11:36 Búrhvalstyppið stendur upp úr Hið íslenzka reðasafn varð tuttugu ára í síðustu viku. Safnið er alltaf jafn vinsælt, sérstaklega meðal útlendinga. Limurinn af búrhval og mannslimurinn vekja einna mestu athygli. 28. ágúst 2017 13:45 Reðasafnið hagnast um 1,4 milljónir Hið íslenska reðasafn var rekið með 1,4 milljóna króna hagnaði í fyrra. Fyrirtækið skilaði einnig hagnaði árið 2012 en þá var afkoman jákvæð um 368 þúsund krónur. 19. nóvember 2014 07:30 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Tilkynning sem hengd var upp í húsnæði að Laugavegi 116, á hverri ferðamönnum er sérstaklega bent á að þeir séu ekki staddir á hinu margfræga Reðasafni, hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, deildi myndinni á Twitter-reikningi sínum en yfir hundrað þúsund notenda hafa nú „líkað við“ færsluna. Þá vakti myndin gríðarlega athygli í umræðuþræði á vefsíðunni Reddit og hún auk þess tekin til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum. Hið íslenzka reðasafn, sem á ensku útleggst sem The Icelandic Penis Museum, er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Safnið var upphaflega opnað á Húsavík en flutti til Reykjavíkur, nánar tiltekið að Laugavegi 116, árið 2011 og hefur staðið þar síðan. Svo virðist sem ferðamenn fari ítrekað dyravillt þegar þeir leggja leið sína á safnið en starfsmaður The Reykjavík Coworking Unit, sem staðsett er í sama húsnæði og Reðasafnið, fann sig knúinn til að hengja tilkynninguna upp, ef marka má fyrstu Twitter-færslu af málinu. „Þetta er ekki reðasafnið. Farðu aftur inn á Laugaveg (götuna), til vinstri og gakktu 20 metra,“ stendur í leiðbeiningum á skiltinu. „Þú munt ekki missa af því. Það er stór mynd af typpi utan á því.“ I just had to make this sign for my workplace. pic.twitter.com/4LOYOLPWWa— jooon (@joonturbo) April 12, 2017 Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona, deildi svo sinni eigin mynd af tilkynningunni í vikunni. Þegar þetta er ritað hefur færslu Ástu verið „endurtíst“ 31 þúsund sinnum og þá hafa rúmlega 115 þúsund manns „líkað við“ hana. First world problem in Iceland. pic.twitter.com/LYLON77nuU— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) March 12, 2018 Ásta segir í samtali við Vísi að hún hafi komið auga á skiltið þegar hún átti leið hjá skrifstofu Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem einnig er til húsa við Laugaveg 116. Hún hafi því smellt af mynd, deilt henni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eins og rakið hefur verið. „Viðbrögðin hafa eiginlega verið aðeins of góð. Ég bjóst ekki við þessu,“ segir Ásta. „Lækin“ hrannast enn inn og kveðst Ásta hafa þurft að slökkva á Twitter-tilkynningum í síma sínum vegna fjölda þeirra sem líka við færsluna. „Svo er kannski gott að taka fram að ég er ekki tengd typpasafninu á nokkurn hátt,“ segir Ásta sposk að lokum. If you are a journalist trying to get permission to republish the funny penis Museum picture - the answer is yes you may. I get so many retweets and replies to the tweets that my Twitter is broken.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) March 14, 2018
Ferðamennska á Íslandi Söfn Tengdar fréttir Gefur Reðasafninu stærsta getnaðarlim í heimi Jonah Falcon, sem þekktur er fyrir að skarta stærsta getnaðarlim í heimi, hefur heitið því að gefa Hinu íslenzka reðasafni lim sinn að sér gengnum. 3. maí 2014 11:36 Búrhvalstyppið stendur upp úr Hið íslenzka reðasafn varð tuttugu ára í síðustu viku. Safnið er alltaf jafn vinsælt, sérstaklega meðal útlendinga. Limurinn af búrhval og mannslimurinn vekja einna mestu athygli. 28. ágúst 2017 13:45 Reðasafnið hagnast um 1,4 milljónir Hið íslenska reðasafn var rekið með 1,4 milljóna króna hagnaði í fyrra. Fyrirtækið skilaði einnig hagnaði árið 2012 en þá var afkoman jákvæð um 368 þúsund krónur. 19. nóvember 2014 07:30 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Gefur Reðasafninu stærsta getnaðarlim í heimi Jonah Falcon, sem þekktur er fyrir að skarta stærsta getnaðarlim í heimi, hefur heitið því að gefa Hinu íslenzka reðasafni lim sinn að sér gengnum. 3. maí 2014 11:36
Búrhvalstyppið stendur upp úr Hið íslenzka reðasafn varð tuttugu ára í síðustu viku. Safnið er alltaf jafn vinsælt, sérstaklega meðal útlendinga. Limurinn af búrhval og mannslimurinn vekja einna mestu athygli. 28. ágúst 2017 13:45
Reðasafnið hagnast um 1,4 milljónir Hið íslenska reðasafn var rekið með 1,4 milljóna króna hagnaði í fyrra. Fyrirtækið skilaði einnig hagnaði árið 2012 en þá var afkoman jákvæð um 368 þúsund krónur. 19. nóvember 2014 07:30