Búrhvalstyppið stendur upp úr Sæunn Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2017 13:45 Hjörtur Gísli Sigurðsson tók við rekstri safnsins árið 2011. Hann segir búrhvalsliminn einn þann vinsælasta. Vísir/Anton Brink Hið íslenzka reðasafn fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á laugardag með hátíðarhöldum í húsnæði safnsins. Safnið var formlega stofnað þann 23. ágúst 1997 af Sigurði Hjartarsyni. Hann var heiðraður af þessu tilefni á laugardagskvöld en sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, tók við rekstri árið 2011. Í tilefni afmælisins var gefin út bókin Mythical Members, tekin saman af Þórði Ólafi Þórðarsyni aðstoðarreðasafnstjóra, sem fjallar um þær kynjaskepnur sem eiga fulltrúa í þjóðfræðideild safnsins. Safnið var opnað á Laugavegi 24 árið 1997, en fluttist svo á Húsavík 2004 og var þar til 2011, og flutti svo á Hverfisgötu þar sem áformað er að hafa það um ókominn tíma. „Þetta eru 99,5 prósent erlendir ferðamenn eins og staðan er eftir sumarið,“ segir Hjörtur. „Þegar pabbi var með þetta fyrir norðan skiptist til helminga að Íslendingar og erlendir ferðamenn kæmu. Það er bara eins og Íslendingar skoði ekki söfn nema þeir séu í fríi og helst einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér,“ segir Hjörtur. „Við fáum aðalleg skólahópa og óvissuferðir, það er aðallega þannig sem Íslendingar koma til okkar,“ segir Hjörtur. Að sögn Hjartar er misjafnt á hverju gestir hafa mestan áhuga innan safnsins. Þó standi nokkrir limir upp úr. „Stærsti limurinn er af búrhval og er ansi stór, mannhæðarhár og 70 kíló og hann vekur mikla athygli, og svo er það mannslimurinn. Við fengum hann í febrúar 2011. Við þurftum að bíða eftir honum í mörg ár þótt gefandinn hafi verið háaldraður þegar hann gaf loforðið um lim sinn.“ Hjörtur segir að reksturinn gangi vel. „Þetta helst í hendur við fjölgun erlendra ferðamanna má segja. Eftir því sem þeim fjölgar því meira höfum við fengið. Við fáum mjög mikla athygli. Við erum stanslaust að fá blaðagreinar og sjónvarps- og útvarpsviðtöl erlendis. Við erum mjög vel kynnt í útlöndum.“ „Þar sem þetta er reðurstofa Íslands líka, fræðasetur, þá erum við að gefa út bók í tilefni dagsins sem er tileinkuð gamla manninum sem fjallar um þjóðfræðideildina okkar sem útlendingunum finnst mjög merkileg líka; typpin á þessum kynjaverum sem við eigum en enginn annar,“ segir Hjörtur. Í dag starfa fimm manns hjá reðasafninu og hefur fjölgað mikið frá því að Sigurður stóð vaktina einn fyrir tuttugu árum. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
Hið íslenzka reðasafn fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á laugardag með hátíðarhöldum í húsnæði safnsins. Safnið var formlega stofnað þann 23. ágúst 1997 af Sigurði Hjartarsyni. Hann var heiðraður af þessu tilefni á laugardagskvöld en sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, tók við rekstri árið 2011. Í tilefni afmælisins var gefin út bókin Mythical Members, tekin saman af Þórði Ólafi Þórðarsyni aðstoðarreðasafnstjóra, sem fjallar um þær kynjaskepnur sem eiga fulltrúa í þjóðfræðideild safnsins. Safnið var opnað á Laugavegi 24 árið 1997, en fluttist svo á Húsavík 2004 og var þar til 2011, og flutti svo á Hverfisgötu þar sem áformað er að hafa það um ókominn tíma. „Þetta eru 99,5 prósent erlendir ferðamenn eins og staðan er eftir sumarið,“ segir Hjörtur. „Þegar pabbi var með þetta fyrir norðan skiptist til helminga að Íslendingar og erlendir ferðamenn kæmu. Það er bara eins og Íslendingar skoði ekki söfn nema þeir séu í fríi og helst einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér,“ segir Hjörtur. „Við fáum aðalleg skólahópa og óvissuferðir, það er aðallega þannig sem Íslendingar koma til okkar,“ segir Hjörtur. Að sögn Hjartar er misjafnt á hverju gestir hafa mestan áhuga innan safnsins. Þó standi nokkrir limir upp úr. „Stærsti limurinn er af búrhval og er ansi stór, mannhæðarhár og 70 kíló og hann vekur mikla athygli, og svo er það mannslimurinn. Við fengum hann í febrúar 2011. Við þurftum að bíða eftir honum í mörg ár þótt gefandinn hafi verið háaldraður þegar hann gaf loforðið um lim sinn.“ Hjörtur segir að reksturinn gangi vel. „Þetta helst í hendur við fjölgun erlendra ferðamanna má segja. Eftir því sem þeim fjölgar því meira höfum við fengið. Við fáum mjög mikla athygli. Við erum stanslaust að fá blaðagreinar og sjónvarps- og útvarpsviðtöl erlendis. Við erum mjög vel kynnt í útlöndum.“ „Þar sem þetta er reðurstofa Íslands líka, fræðasetur, þá erum við að gefa út bók í tilefni dagsins sem er tileinkuð gamla manninum sem fjallar um þjóðfræðideildina okkar sem útlendingunum finnst mjög merkileg líka; typpin á þessum kynjaverum sem við eigum en enginn annar,“ segir Hjörtur. Í dag starfa fimm manns hjá reðasafninu og hefur fjölgað mikið frá því að Sigurður stóð vaktina einn fyrir tuttugu árum.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira