Viðskipti innlent

Reðasafnið hagnast um 1,4 milljónir

Reðasafnið var áður á Húsavík en var flutt í miðborgina árið 2011.
Reðasafnið var áður á Húsavík en var flutt í miðborgina árið 2011. Vísir/Ernir
Hið íslenska reðasafn var rekið með 1,4 milljóna króna hagnaði í fyrra. Fyrirtækið skilaði einnig hagnaði árið 2012 en þá var afkoman jákvæð um 368 þúsund krónur.

„Þetta hefur gengið vel en útkoman var í mínus árið 2011 þegar við töpuðum rúmum 1,3 milljónum. Þetta er búið að snúast við og þar spilar inn í fjölgun ferðamanna sem við njótum góðs af,“ segir Hjörtur Gísli Sigurðsson, forstöðumaður og eigandi Hins íslenska reðasafns.

Fyrirtækið átti við árslok 2013 eignir upp á 2,9 milljónir króna. Skuldirnar námu þá 357 þúsund krónum. Hjörtur segir að viðskiptavinum fyrirtækisins hafi fjölgað enn frekar á þessu ári.

„Við erum með 283 alvörugripi eins og staðan er í dag auk fullt af listmunum og skemmtilegheitum sem tengjast okkar viðfangsefni og litla minjagripabúð og bókasafn,“ segir Hjörtur.- hg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×