Gefa út íslenskan talgreini með opnu hugbúnaðarleyfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 4. mars 2018 20:00 Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“ Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Nýr íslenskur talgreinir gæti haft afar jákvæð áhrif á hugbúnaðarþróun hér á landi auk þess að hlúa að íslenskri tungu. Tæknin hefur meðal annars verið notuð til að skrifa upp ræður á Alþingi með góðum árangri. Neikvæð áhrif tölvu- og snjalltækjavæðingar á íslenskt mál hafa lengi verið til umræðu, enda tala þessi tæki fyrst og fremst útlensku. Þessu ætla nemendur og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík hins vegar að breyta með fyrsta alíslenska talgreininum sem kynntur var um helgina. Villutíðni hugbúnaðarins er lítil og má því tala við tölvuna af talsverðri nákvæmni. Google hefur áður þróað íslenskan talgreini, en sá sem kynntur var um helgina er sá fyrsti sem alfarið er þróaður á Íslandi. Þá gæti búnaðurinn komið sér afar vel við innlenda hugbúnaðarþróun, en hann hefur verið gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi. „Fólk sem forritar fyrir íslenskan veruleika á íslensku getur tekið þennan talgreini og bætt við hugbúnaðarlausnirnar sínar sér að kostnaðarlausu,“ segir Dr. Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR Tæknin var þróuð í samstarfi við Alþingi og er nýtt þar innanhúss. „Við erum að búa til lausnir sem greina ræður Alþingismanna og hjálpa riturunum þar við að gefa ræðurnar út á ritmáli,“ segir Jón. Hann segir að því fari fjarri að íslenska sé of lítið eða flókið tungumál til að vera raunverulega gjaldgengt í hinum stafræna heimi, þó hugbúnaðarþróunin hafi krafist talsverðrar vinnu. „Það eru sjö þúsund tungumál í heiminum og langflest þeirra eru töluð af 10-50 þúsund manns. Miðað við það er íslenskan ekki lítið tungumál.“
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira