Óheimilt að synja fyrrverandi fanga um aðstoð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. júní 2018 06:30 Hafnarfjarðarbær synjaði fanga um fjárhagsaðstoð. Vísir/Daníel Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð standist ekki grundvallarreglur íslensks réttar um rétt til félagslegrar aðstoðar. Fyrrverandi fangi kvartaði til nefndarinnar eftir synjun bæjarins um fjárhagsaðstoð en hann hafði sótt um aðstoð á þeim grundvelli að hann stundaði háskólanám en þar sem hann sé á vanskilaskrá eigi hann ekki rétt á námsláni frá LÍN nema með ábyrgðarmanni, en ómögulegt geti reynst fyrir fyrrverandi fanga sem bíða gjaldþrot að fá ábyrgðarmann að láni.Guðmundur Ingi Þóroddsson.Umsókn mannsins var synjað með vísan til fortakslauss ákvæðis reglna bæjarins um að einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, njóti ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er á því byggt að umrætt ákvæði leiði í reynd til þess að ekki fari fram eiginlegt mat á aðstæðum umsækjenda og því hvort þeir geti séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farboða án aðstoðar. „Þar sem löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvöldum mat til þess að geta tekið ákvörðun sem best hentar hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna, er stjórnvöldum óheimilt að afnema matið með því að setja til dæmis verklagsreglu sem tekur til allra mála, sambærilegra sem ósambærilegra.“ Formaður Afstöðu, félags fanga, fagnar niðurstöðunni og segir hana fordæmisgefandi. „Afstaða hefur margoft bent á að þeir verst stöddu í samfélaginu falli á milli skips og bryggju með fortakslausum ákvæðum sem þessu og að þau hefti möguleika þeirra sem ljúka afplánun til að byggja upp líf sitt að nýju. Það er því sérlega ánægjulegt að úrskurðarnefndin taki af allan vafa í þessu tiltekna máli og segi að meta þurfi aðstæður allra umsækjenda um fjárhagsaðstoð,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð standist ekki grundvallarreglur íslensks réttar um rétt til félagslegrar aðstoðar. Fyrrverandi fangi kvartaði til nefndarinnar eftir synjun bæjarins um fjárhagsaðstoð en hann hafði sótt um aðstoð á þeim grundvelli að hann stundaði háskólanám en þar sem hann sé á vanskilaskrá eigi hann ekki rétt á námsláni frá LÍN nema með ábyrgðarmanni, en ómögulegt geti reynst fyrir fyrrverandi fanga sem bíða gjaldþrot að fá ábyrgðarmann að láni.Guðmundur Ingi Þóroddsson.Umsókn mannsins var synjað með vísan til fortakslauss ákvæðis reglna bæjarins um að einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, njóti ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er á því byggt að umrætt ákvæði leiði í reynd til þess að ekki fari fram eiginlegt mat á aðstæðum umsækjenda og því hvort þeir geti séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farboða án aðstoðar. „Þar sem löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvöldum mat til þess að geta tekið ákvörðun sem best hentar hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna, er stjórnvöldum óheimilt að afnema matið með því að setja til dæmis verklagsreglu sem tekur til allra mála, sambærilegra sem ósambærilegra.“ Formaður Afstöðu, félags fanga, fagnar niðurstöðunni og segir hana fordæmisgefandi. „Afstaða hefur margoft bent á að þeir verst stöddu í samfélaginu falli á milli skips og bryggju með fortakslausum ákvæðum sem þessu og að þau hefti möguleika þeirra sem ljúka afplánun til að byggja upp líf sitt að nýju. Það er því sérlega ánægjulegt að úrskurðarnefndin taki af allan vafa í þessu tiltekna máli og segi að meta þurfi aðstæður allra umsækjenda um fjárhagsaðstoð,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira