Stutt er í nýja plötu frá listakonunni. Jessie J kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2011 með fyrstu plötunni sinni Who You Are en á þeirri plötu komust sex lög á topp tíu í Bretlandi en lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim.
Skemmtilegt atvik átti sér stað á tónleikunum í gærkvöldi þegar söngkonan heimsþekkta fékk unga stúlku frá Íslandi til að syngja bút úr laginu Queen með Jessie J. Helga gerði þetta einstaklega vel og snerti greinilega við Jessie J.
Hér fyrir ofan má sjá myndbandið sem söngkonan birtir sjálf á Instagram-síðu sinni.THIS!!!!!! This video is why I do what I do day in and day out. To INSPIRE. SING IT Helga “I love my body I love my skin I am goddess I am a QUEEN” SWIPE LEFT to see songs from R.O.S.E. LIVE in Iceland Last night R.O.S.E. OUT NOW Link in bio Go to jessiejofficial.com for TICKETS for THE R.O.S.E. TOUR
A post shared by J E S S I E . J (@jessiej) on Jun 7, 2018 at 2:26am PDT
Þar fyrir neðan má hlusta á lagið sjálft.