Samstarfið trompar stefnu VG Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. apríl 2018 07:00 Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í þinghúsinu í gær og ræddi meðal annars viðbrögð stjórnvalda við loftárásum vesturveldanna. Vísir/ernir Loftárásirnar um liðna helgi og viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru til umræðu á fundi þingflokks Vinstri grænna í gær og þrátt fyrir afstöðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur herma heimildir blaðsins að góð samstaða hafi verið á fundinum. Ástandið í heimsmálunum virðist ætla að koma illa heim og saman við stefnu VG í öryggis- og varnarmálum. Ekki nóg með að Ísland, sem aðili að NATO, hafi ásamt öðrum ríkjum bandalagsins lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi, heldur má ætla að umsvif NATO verði töluverð á næstu misserum og fleiri tilvik komi upp þar sem afstöðu eða aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði krafist. Þannig stendur til að mynda stór heræfing NATO-ríkja fyrir dyrum í Noregi í haust og þó að þátttaka Íslendinga verði takmörkuð verður í aðdraganda hennar haldin minni æfing hér á landi með einhverri þátttöku íslenskra stofnana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu liggur ekki enn fyrir með hvaða hætti Ísland tekur þátt í þeirri æfingu.Sjá einnig: Stefna VG verði að koma skýrar framÍ friðarstefnu VG er tekin skýr afstaða gegn heræfingum hér á landi. Raunar er VG eini flokkur landsins sem haft hefur í hávegum þá friðarstefnu íslenskra vinstrimanna sem mótaðist í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar fyrir um 70 árum. Hornsteinar hennar hafa verið úrsögn úr NATO og herinn burt. Þótt flestir hafi talið að síðarnefnda baráttumálinu væri lokið með fullnaðarsigri hafa kólnandi samskipti Vesturlanda og Rússlands haft þau áhrif að Bandaríkjaher hefur fengið nokkurn áhuga á aðstöðu á Keflavíkurvelli á ný. Þessu heldur Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands bæði í Moskvu og Washington, fram í ritgerð á vefsvæði sínu. Albert segir þann áhuga þó ekki lúta að fastri viðveru heldur tímabundinni staðsetningu kafbátaleitarflugvéla, annars vegar til æfinga og hins vegar til að leita að og veita rússneskum kafbátum eftirför, sjáist þeir á kreiki nálægt landinu. En þingmenn flokksins standa keikir. Valið stendur milli friðarstefnunnar og þátttöku í ríkisstjórn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. 16. apríl 2018 13:30 Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Loftárásirnar um liðna helgi og viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru til umræðu á fundi þingflokks Vinstri grænna í gær og þrátt fyrir afstöðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur herma heimildir blaðsins að góð samstaða hafi verið á fundinum. Ástandið í heimsmálunum virðist ætla að koma illa heim og saman við stefnu VG í öryggis- og varnarmálum. Ekki nóg með að Ísland, sem aðili að NATO, hafi ásamt öðrum ríkjum bandalagsins lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi, heldur má ætla að umsvif NATO verði töluverð á næstu misserum og fleiri tilvik komi upp þar sem afstöðu eða aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði krafist. Þannig stendur til að mynda stór heræfing NATO-ríkja fyrir dyrum í Noregi í haust og þó að þátttaka Íslendinga verði takmörkuð verður í aðdraganda hennar haldin minni æfing hér á landi með einhverri þátttöku íslenskra stofnana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu liggur ekki enn fyrir með hvaða hætti Ísland tekur þátt í þeirri æfingu.Sjá einnig: Stefna VG verði að koma skýrar framÍ friðarstefnu VG er tekin skýr afstaða gegn heræfingum hér á landi. Raunar er VG eini flokkur landsins sem haft hefur í hávegum þá friðarstefnu íslenskra vinstrimanna sem mótaðist í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar fyrir um 70 árum. Hornsteinar hennar hafa verið úrsögn úr NATO og herinn burt. Þótt flestir hafi talið að síðarnefnda baráttumálinu væri lokið með fullnaðarsigri hafa kólnandi samskipti Vesturlanda og Rússlands haft þau áhrif að Bandaríkjaher hefur fengið nokkurn áhuga á aðstöðu á Keflavíkurvelli á ný. Þessu heldur Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands bæði í Moskvu og Washington, fram í ritgerð á vefsvæði sínu. Albert segir þann áhuga þó ekki lúta að fastri viðveru heldur tímabundinni staðsetningu kafbátaleitarflugvéla, annars vegar til æfinga og hins vegar til að leita að og veita rússneskum kafbátum eftirför, sjáist þeir á kreiki nálægt landinu. En þingmenn flokksins standa keikir. Valið stendur milli friðarstefnunnar og þátttöku í ríkisstjórn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. 16. apríl 2018 13:30 Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. 16. apríl 2018 13:30
Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25