Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 10:50 Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði. vísir Fanginn sem strauk af Sogni í nótt er enn ófundinn að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. „Það er ekki vitað hvort hann sé farinn úr landi en það er óttast að hann komi sér úr landi,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Fanginn heitir Sindri Þór Stefánsson en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.Lögreglan lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni.Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna. Sogn er staðsett í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en Gunnar segir nokkurn tíma hafa liðið frá því að Sindri strauk og þar til það uppgötvaðist. Sindri hefur því geta komist ansi langt á þeim tíma sem liðinn er frá því hann strauk, sérstaklega ef hann hefur komist í bíl. „Hann hefur brotaferil en ekki talinn hættulegur sem slíkur,“ segir Gunnar um Sindri. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt sé að gæsluvarðhaldsfangar séu geymdir í opnum fangelsum líkt og Sogni eða Kvíabryggju ef þeir eru ekki taldir hættulegir. Þeim sé treyst fyrir því að strjúka ekki og kemur það verst niður á þeim sjálfum varðandi afplánun ef þeir gera það. Lögreglan lýsti eftir Sindra í morgun en Gunnar Schram segir lögreglu ekki hafa borist ábendingar enn sem komið er um ferðir Sindra. Lögreglan á Suðurnesjum er í samskiptum við öll embætti á landinu og eru flestir starfsmenn embættisins á Suðurnesjum að vinna í þessu máli. Tengdar fréttir Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Fanginn sem strauk af Sogni í nótt er enn ófundinn að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. „Það er ekki vitað hvort hann sé farinn úr landi en það er óttast að hann komi sér úr landi,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Fanginn heitir Sindri Þór Stefánsson en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.Lögreglan lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni.Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna. Sogn er staðsett í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en Gunnar segir nokkurn tíma hafa liðið frá því að Sindri strauk og þar til það uppgötvaðist. Sindri hefur því geta komist ansi langt á þeim tíma sem liðinn er frá því hann strauk, sérstaklega ef hann hefur komist í bíl. „Hann hefur brotaferil en ekki talinn hættulegur sem slíkur,“ segir Gunnar um Sindri. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt sé að gæsluvarðhaldsfangar séu geymdir í opnum fangelsum líkt og Sogni eða Kvíabryggju ef þeir eru ekki taldir hættulegir. Þeim sé treyst fyrir því að strjúka ekki og kemur það verst niður á þeim sjálfum varðandi afplánun ef þeir gera það. Lögreglan lýsti eftir Sindra í morgun en Gunnar Schram segir lögreglu ekki hafa borist ábendingar enn sem komið er um ferðir Sindra. Lögreglan á Suðurnesjum er í samskiptum við öll embætti á landinu og eru flestir starfsmenn embættisins á Suðurnesjum að vinna í þessu máli.
Tengdar fréttir Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38