Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 10:50 Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði. vísir Fanginn sem strauk af Sogni í nótt er enn ófundinn að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. „Það er ekki vitað hvort hann sé farinn úr landi en það er óttast að hann komi sér úr landi,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Fanginn heitir Sindri Þór Stefánsson en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.Lögreglan lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni.Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna. Sogn er staðsett í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en Gunnar segir nokkurn tíma hafa liðið frá því að Sindri strauk og þar til það uppgötvaðist. Sindri hefur því geta komist ansi langt á þeim tíma sem liðinn er frá því hann strauk, sérstaklega ef hann hefur komist í bíl. „Hann hefur brotaferil en ekki talinn hættulegur sem slíkur,“ segir Gunnar um Sindri. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt sé að gæsluvarðhaldsfangar séu geymdir í opnum fangelsum líkt og Sogni eða Kvíabryggju ef þeir eru ekki taldir hættulegir. Þeim sé treyst fyrir því að strjúka ekki og kemur það verst niður á þeim sjálfum varðandi afplánun ef þeir gera það. Lögreglan lýsti eftir Sindra í morgun en Gunnar Schram segir lögreglu ekki hafa borist ábendingar enn sem komið er um ferðir Sindra. Lögreglan á Suðurnesjum er í samskiptum við öll embætti á landinu og eru flestir starfsmenn embættisins á Suðurnesjum að vinna í þessu máli. Tengdar fréttir Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Fanginn sem strauk af Sogni í nótt er enn ófundinn að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. „Það er ekki vitað hvort hann sé farinn úr landi en það er óttast að hann komi sér úr landi,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Fanginn heitir Sindri Þór Stefánsson en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Sindri er íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 cm á hæð. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00.Lögreglan lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni.Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því kl. 01:00 í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna. Sogn er staðsett í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en Gunnar segir nokkurn tíma hafa liðið frá því að Sindri strauk og þar til það uppgötvaðist. Sindri hefur því geta komist ansi langt á þeim tíma sem liðinn er frá því hann strauk, sérstaklega ef hann hefur komist í bíl. „Hann hefur brotaferil en ekki talinn hættulegur sem slíkur,“ segir Gunnar um Sindri. Sogn er opið fangelsi en Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi í morgun að algengt sé að gæsluvarðhaldsfangar séu geymdir í opnum fangelsum líkt og Sogni eða Kvíabryggju ef þeir eru ekki taldir hættulegir. Þeim sé treyst fyrir því að strjúka ekki og kemur það verst niður á þeim sjálfum varðandi afplánun ef þeir gera það. Lögreglan lýsti eftir Sindra í morgun en Gunnar Schram segir lögreglu ekki hafa borist ábendingar enn sem komið er um ferðir Sindra. Lögreglan á Suðurnesjum er í samskiptum við öll embætti á landinu og eru flestir starfsmenn embættisins á Suðurnesjum að vinna í þessu máli.
Tengdar fréttir Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36 Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Hátt í tuttugu ábendingar út af stolnum tölvubúnaði Hátt í tuttugu ábendingar hafa borist til lögreglunnar á Suðurnesjum í tengslum við þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Þýfið hefur enn ekki fundist. 3. apríl 2018 15:36
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38