Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2018 14:47 Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. Vísir/getty Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það sé réttlætis-og sanngirnismál að færa tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna niður í lægra þrep virðisaukaskatts. Það þurfi að jafna aðstöðumun notenda mismunandi tegunda getnaðarvarna. Þórhildur var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í morgun. Hún sagði að smokkar væru neðra þrepi virðisaukaskatts; í 11% á meðan tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna væru í 24% í efra þrepi virðisaukaskatts. Hún er ein af flutningsmönnum frumvarps um breytingu á lögum um virðisaukaskatts á tíðarvörum og getnaðarvörnum. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar, að Viðreisn undanskilinni, standa að frumvarpinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vill jafna aðstöðumun og auka aðgengi að hreinlætisvörum og getnaðarvörnum.Vísir/stöð 2„Þetta er ákveðið réttlætismál,“ segir Þórhildur sem vill auka aðgengi að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum. „Þetta eru grunnhreinlætisvörur sem konur þurfa á að halda. Þetta er ákveðinn, það mætti kalla þetta kvennaskatt, og okkur finnst að það ætti að jafna þetta út. Þetta hefur líka hóflegan kostnað í för með sér og er að ég tel, sanngirnismál sem allir ættu að geta komið sér saman um.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur í Víglínunni og hann var á sama máli og Þórhildur. Hann sagði málið vera gott að bætti við að hann hygðist styðja það þegar þingmennirnir leggja það fram.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinnni. Gestir þáttarins að sinni eru Óli Björn Kárason, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það sé réttlætis-og sanngirnismál að færa tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna niður í lægra þrep virðisaukaskatts. Það þurfi að jafna aðstöðumun notenda mismunandi tegunda getnaðarvarna. Þórhildur var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í morgun. Hún sagði að smokkar væru neðra þrepi virðisaukaskatts; í 11% á meðan tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna væru í 24% í efra þrepi virðisaukaskatts. Hún er ein af flutningsmönnum frumvarps um breytingu á lögum um virðisaukaskatts á tíðarvörum og getnaðarvörnum. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar, að Viðreisn undanskilinni, standa að frumvarpinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vill jafna aðstöðumun og auka aðgengi að hreinlætisvörum og getnaðarvörnum.Vísir/stöð 2„Þetta er ákveðið réttlætismál,“ segir Þórhildur sem vill auka aðgengi að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum. „Þetta eru grunnhreinlætisvörur sem konur þurfa á að halda. Þetta er ákveðinn, það mætti kalla þetta kvennaskatt, og okkur finnst að það ætti að jafna þetta út. Þetta hefur líka hóflegan kostnað í för með sér og er að ég tel, sanngirnismál sem allir ættu að geta komið sér saman um.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur í Víglínunni og hann var á sama máli og Þórhildur. Hann sagði málið vera gott að bætti við að hann hygðist styðja það þegar þingmennirnir leggja það fram.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinnni. Gestir þáttarins að sinni eru Óli Björn Kárason, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira