Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2018 14:47 Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. Vísir/getty Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það sé réttlætis-og sanngirnismál að færa tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna niður í lægra þrep virðisaukaskatts. Það þurfi að jafna aðstöðumun notenda mismunandi tegunda getnaðarvarna. Þórhildur var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í morgun. Hún sagði að smokkar væru neðra þrepi virðisaukaskatts; í 11% á meðan tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna væru í 24% í efra þrepi virðisaukaskatts. Hún er ein af flutningsmönnum frumvarps um breytingu á lögum um virðisaukaskatts á tíðarvörum og getnaðarvörnum. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar, að Viðreisn undanskilinni, standa að frumvarpinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vill jafna aðstöðumun og auka aðgengi að hreinlætisvörum og getnaðarvörnum.Vísir/stöð 2„Þetta er ákveðið réttlætismál,“ segir Þórhildur sem vill auka aðgengi að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum. „Þetta eru grunnhreinlætisvörur sem konur þurfa á að halda. Þetta er ákveðinn, það mætti kalla þetta kvennaskatt, og okkur finnst að það ætti að jafna þetta út. Þetta hefur líka hóflegan kostnað í för með sér og er að ég tel, sanngirnismál sem allir ættu að geta komið sér saman um.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur í Víglínunni og hann var á sama máli og Þórhildur. Hann sagði málið vera gott að bætti við að hann hygðist styðja það þegar þingmennirnir leggja það fram.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinnni. Gestir þáttarins að sinni eru Óli Björn Kárason, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það sé réttlætis-og sanngirnismál að færa tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna niður í lægra þrep virðisaukaskatts. Það þurfi að jafna aðstöðumun notenda mismunandi tegunda getnaðarvarna. Þórhildur var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í morgun. Hún sagði að smokkar væru neðra þrepi virðisaukaskatts; í 11% á meðan tíðarvörur og getnaðarvarnir kvenna væru í 24% í efra þrepi virðisaukaskatts. Hún er ein af flutningsmönnum frumvarps um breytingu á lögum um virðisaukaskatts á tíðarvörum og getnaðarvörnum. Ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar, að Viðreisn undanskilinni, standa að frumvarpinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vill jafna aðstöðumun og auka aðgengi að hreinlætisvörum og getnaðarvörnum.Vísir/stöð 2„Þetta er ákveðið réttlætismál,“ segir Þórhildur sem vill auka aðgengi að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðarvörnum. „Þetta eru grunnhreinlætisvörur sem konur þurfa á að halda. Þetta er ákveðinn, það mætti kalla þetta kvennaskatt, og okkur finnst að það ætti að jafna þetta út. Þetta hefur líka hóflegan kostnað í för með sér og er að ég tel, sanngirnismál sem allir ættu að geta komið sér saman um.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig gestur í Víglínunni og hann var á sama máli og Þórhildur. Hann sagði málið vera gott að bætti við að hann hygðist styðja það þegar þingmennirnir leggja það fram.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á Víglínuna í heild sinnni. Gestir þáttarins að sinni eru Óli Björn Kárason, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira