Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 6. júní 2018 14:57 Nýju lögin eru byggð á fyrirmynd frá hinum Norðurlöndunum Vísir/Getty Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði. Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu frumvarpið fram. Þau höfðu áður mælt fyrir sama frumvarpi árið 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að þá sæti ríkisstjórn þáverandi flokksbróður þeirra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Athygli vekur að meðflutningsmenn þá voru úr öllum flokkum á Alþingi. Málið á sér töluverða forsögu á Alþingi og hefur alls verið lagt fram fimm sinnum, þar á meðal tvisvar af þáverandi þingmanni Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttur. Frumvarpið er byggt á löggjöf í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að hinn látni sé samþykkur því að gefa líffæri nema ástæða sé til að ætla annað, t.d. af trúarlegum ástæðum eða ef viðkomandi hefur lýst yfir andstöðu við slíkt. Allir sem tóku til máls í umræðum um frumvarpið að þessu sinni fögnuðu því að það væri aftur komið fram og sögðust vona að það yrði að lögum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið við fyrstu umræðu um frumvarpið til að spyrja hvort löggjöf um líffæragjöf yrði ekki brátt óþörf vegna framfara í tækni sem gerir vísindamönnum kleift að rækta hlutlaus líffæri – sem líkaminn myndi ekki hafna - á tilraunastofu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og annar flutningsmanna frumvarpsins, kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta hversu langt vísindin væru á veg komin hvað varðar einræktun líffæra. Willum sagðist heldur ekki geta gefið læknisfræðilegt mat á því hvort mannslíkaminn væri minna eða meira líklegur til að hafna líffæri sem væru ræktuð á tilraunastofu. Baðst hann undan því að svara svo stórum spurningum frá Birni Leví í umræðu um þetta frumvarp. Tengdar fréttir Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00 Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00 Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði. Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu frumvarpið fram. Þau höfðu áður mælt fyrir sama frumvarpi árið 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að þá sæti ríkisstjórn þáverandi flokksbróður þeirra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Athygli vekur að meðflutningsmenn þá voru úr öllum flokkum á Alþingi. Málið á sér töluverða forsögu á Alþingi og hefur alls verið lagt fram fimm sinnum, þar á meðal tvisvar af þáverandi þingmanni Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttur. Frumvarpið er byggt á löggjöf í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að hinn látni sé samþykkur því að gefa líffæri nema ástæða sé til að ætla annað, t.d. af trúarlegum ástæðum eða ef viðkomandi hefur lýst yfir andstöðu við slíkt. Allir sem tóku til máls í umræðum um frumvarpið að þessu sinni fögnuðu því að það væri aftur komið fram og sögðust vona að það yrði að lögum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið við fyrstu umræðu um frumvarpið til að spyrja hvort löggjöf um líffæragjöf yrði ekki brátt óþörf vegna framfara í tækni sem gerir vísindamönnum kleift að rækta hlutlaus líffæri – sem líkaminn myndi ekki hafna - á tilraunastofu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og annar flutningsmanna frumvarpsins, kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta hversu langt vísindin væru á veg komin hvað varðar einræktun líffæra. Willum sagðist heldur ekki geta gefið læknisfræðilegt mat á því hvort mannslíkaminn væri minna eða meira líklegur til að hafna líffæri sem væru ræktuð á tilraunastofu. Baðst hann undan því að svara svo stórum spurningum frá Birni Leví í umræðu um þetta frumvarp.
Tengdar fréttir Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00 Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00 Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00
Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00
Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30