Karlmenn óska síður eftir upplýsingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. júní 2018 20:00 Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem hafa óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið svokallaða sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Kona sem greindist með stökkbreytinguna í miðri krabbameinsmeðferð segist hafa viljað vita um það fyrr en faðir hennar og bróðir reyndust einnig með genið. Guðrún Snæbjört leitaði til læknis í janúar í fyrra eftir að hafa fundið hnút í brjósti. Hún reyndist með tvö illkynja æxli í öðru brjósti og fór í erfðapróf sem sýndi stökkbreytingu í BRCA2 geninu, eða brakkagenið svokallaða, sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Niðurstaðan kom henni á óvart þar sem hún er ekki af þekktri krabbameinsætt. „Í rauninni fékk ég samt kannski ekki sjokk við það, af því ég var svo upptekin af því að vera með illkynja krabbamein. En mér fannst erfiðast að ganga í gegnum það að hugsa um börnin mín og hvort þetta muni erfast til þeirra," segir Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir. Vegna þessa var ákveðið að taka bæði brjóstin þrátt fyrir að krabbameinið væri einungis í öðru þeirra og þurfti hún að fara bæði í lyfja- og geislameðferð. Í kjölfarið fóru fjölskyldumeðlimir í próf og reyndust pabbi hennar og bróðir báðir með stökkbreytinguna. Hún segist hafa viljað vita þetta fyrr. „Það er ekki spurning um að ég hefði farið í fyrirbyggjandi aðgerð og hefði gjarnan viljað losna við þetta ferli sem hefur tekið núna sautján mánuði," segir Guðrún.Vefurinn arfgerð.is var settur í loftið í maí.Vísir/Vilhelm„Allt of fáir að spá í þessu" Rúmlega 28 þúsund Íslendingar hafa nú skráð sig á vefgáttina arfgerð.is og óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið. Búið er að svara um 27 þúsund beiðnum og af þeim voru 168 með erfðabreytinguna en 9.500 þurfa að gefa nýtt sýni. Vitað er um 800 arfbera í gögnum Decode en þar er að finna dulkóðaðar erfðaupplýsingar um helming þjóðarinnar og má því telja að arfberar séu í raun um 1.600 talsins Af þeim sem hafa skráð sig eru karlar í miklum minnihluta eða einungis 25 prósent. Brakkageninu fylgir umtalsverð krabbameinsáhætta fyrir karla og eru þeir með genið rúmlega þreflast líklegri en aðrir til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein auk þess að vera arfberar. Þóroddur, faðir Guðrúnar, telur að karlar þurfi að sinna betur reglulegu eftirliti og segir skorta umræðu meðal þeirra en sjálfur mun hann fara í árlega skoðun eftir að hafa greinst með stökkbreytinguna. „Það eru allt of fáir að spá í þessu og þetta virðist koma öllum á óvart þegar þeir fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Allt of fáum dettur í hug að láta skoða sig." Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem hafa óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið svokallaða sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Kona sem greindist með stökkbreytinguna í miðri krabbameinsmeðferð segist hafa viljað vita um það fyrr en faðir hennar og bróðir reyndust einnig með genið. Guðrún Snæbjört leitaði til læknis í janúar í fyrra eftir að hafa fundið hnút í brjósti. Hún reyndist með tvö illkynja æxli í öðru brjósti og fór í erfðapróf sem sýndi stökkbreytingu í BRCA2 geninu, eða brakkagenið svokallaða, sem stóreykur líkurnar á illvígu krabbameini. Niðurstaðan kom henni á óvart þar sem hún er ekki af þekktri krabbameinsætt. „Í rauninni fékk ég samt kannski ekki sjokk við það, af því ég var svo upptekin af því að vera með illkynja krabbamein. En mér fannst erfiðast að ganga í gegnum það að hugsa um börnin mín og hvort þetta muni erfast til þeirra," segir Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir. Vegna þessa var ákveðið að taka bæði brjóstin þrátt fyrir að krabbameinið væri einungis í öðru þeirra og þurfti hún að fara bæði í lyfja- og geislameðferð. Í kjölfarið fóru fjölskyldumeðlimir í próf og reyndust pabbi hennar og bróðir báðir með stökkbreytinguna. Hún segist hafa viljað vita þetta fyrr. „Það er ekki spurning um að ég hefði farið í fyrirbyggjandi aðgerð og hefði gjarnan viljað losna við þetta ferli sem hefur tekið núna sautján mánuði," segir Guðrún.Vefurinn arfgerð.is var settur í loftið í maí.Vísir/Vilhelm„Allt of fáir að spá í þessu" Rúmlega 28 þúsund Íslendingar hafa nú skráð sig á vefgáttina arfgerð.is og óskað eftir upplýsingum um hvort þeir beri brakkagenið. Búið er að svara um 27 þúsund beiðnum og af þeim voru 168 með erfðabreytinguna en 9.500 þurfa að gefa nýtt sýni. Vitað er um 800 arfbera í gögnum Decode en þar er að finna dulkóðaðar erfðaupplýsingar um helming þjóðarinnar og má því telja að arfberar séu í raun um 1.600 talsins Af þeim sem hafa skráð sig eru karlar í miklum minnihluta eða einungis 25 prósent. Brakkageninu fylgir umtalsverð krabbameinsáhætta fyrir karla og eru þeir með genið rúmlega þreflast líklegri en aðrir til að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein auk þess að vera arfberar. Þóroddur, faðir Guðrúnar, telur að karlar þurfi að sinna betur reglulegu eftirliti og segir skorta umræðu meðal þeirra en sjálfur mun hann fara í árlega skoðun eftir að hafa greinst með stökkbreytinguna. „Það eru allt of fáir að spá í þessu og þetta virðist koma öllum á óvart þegar þeir fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Allt of fáum dettur í hug að láta skoða sig."
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira