Þrír sjást bera eld að Laugalækjarskóla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 18:45 Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31
Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12