Þrír sjást bera eld að Laugalækjarskóla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 18:45 Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31
Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum