Húsnæðisskortur stendur fólki í Húnaþingi vestra fyrir þrifum Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Skagafjörður er langstærsta sveitarfélag landshlutans með ríflega helming íbúa. Akrahreppur og Skagahreppur eru afar fámennir Vísir/PJETUR Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“ Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggðaþróun á Norðvesturlandi.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra„Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er húsnæðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitarfélagið að úthluta lóðum til nýbygginga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitarfélagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efling innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleiðaravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent