Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. júlí 2018 06:00 Þórdís Kolbrún ætlar að halda áfram að skoða gististarfsemi hér á landi og hyggst fá önnur ráðuneyti að borðinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Aukið eftirlit með heimagistingu hefur skilað 75 nýskráningum á einni viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Þórhólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu þann 27. júní síðastliðinn að auka við mannafla hjá embætti sýslumanns með það fyrir augum að efla eftirlit með skráningum heimagistinga. Um var að ræða samning sem kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins. „Níutíu daga reglan þarf að opnast til framkvæmda og þá þarf fólk að skrá sig. Þannig getum við spilað eftir reglunum,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Fréttablaðið. Öllum þeim sem leigja íbúð í skammtímaleigu er gert að sækja um rekstrarleyfi, en undantekning er gerð ef leigja á út fasteign í minna en níutíu daga á ári, þó skylda sé að skrá slíka starfsemi í gegnum vef sýslumanns. „Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Ég batt miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við myndum sjá stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar og því er það mjög gleðilegt að þetta sem komið er hafi gerst á svona skömmum tíma,“ segir hún og bætir við að áfram verði skoðað hvernig bæta megi umgjörð gististarfsemi. „Við höldum áfram að skoða málefni tengd gististarfsemi með öðrum ráðuneytum, skattinum og öðrum aðilum stjórnkerfisins sem hafa það sameiginlega verkefni að móta heildstæða umgjörð og eftirlit með heimagistingu.“ Um fjögur hundruð ábendingar um leyfislausar heimagistingar voru á borði sýslumanns þegar ákveðið var að auka eftirlitið. Starfsfólki sem annast eftirlitið var fjölgað úr þremur í ellefu en ríkisstjórnin taldi þess þörf í ljósi fjölgunar heimagistinga. Slíkar gistingar hafa sótt mjög í sig veðrið að undanförnu, og þá einna helst í gegnum leiguvefinn Airbnb. Aðeins hefur hægt á vexti tekna vegna útleigu íbúða á Airbnb en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru tekjurnar fjórir milljarðar, samanborið við þrjá milljarða króna í fyrra. Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal. Áætlað er að um sex þúsund íbúðir séu í útleigu á airbnb, þar af um 1.500 til 2.000 í stöðugri útleigu, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Aukið eftirlit með heimagistingu hefur skilað 75 nýskráningum á einni viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Þórhólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu þann 27. júní síðastliðinn að auka við mannafla hjá embætti sýslumanns með það fyrir augum að efla eftirlit með skráningum heimagistinga. Um var að ræða samning sem kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins. „Níutíu daga reglan þarf að opnast til framkvæmda og þá þarf fólk að skrá sig. Þannig getum við spilað eftir reglunum,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Fréttablaðið. Öllum þeim sem leigja íbúð í skammtímaleigu er gert að sækja um rekstrarleyfi, en undantekning er gerð ef leigja á út fasteign í minna en níutíu daga á ári, þó skylda sé að skrá slíka starfsemi í gegnum vef sýslumanns. „Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Ég batt miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við myndum sjá stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar og því er það mjög gleðilegt að þetta sem komið er hafi gerst á svona skömmum tíma,“ segir hún og bætir við að áfram verði skoðað hvernig bæta megi umgjörð gististarfsemi. „Við höldum áfram að skoða málefni tengd gististarfsemi með öðrum ráðuneytum, skattinum og öðrum aðilum stjórnkerfisins sem hafa það sameiginlega verkefni að móta heildstæða umgjörð og eftirlit með heimagistingu.“ Um fjögur hundruð ábendingar um leyfislausar heimagistingar voru á borði sýslumanns þegar ákveðið var að auka eftirlitið. Starfsfólki sem annast eftirlitið var fjölgað úr þremur í ellefu en ríkisstjórnin taldi þess þörf í ljósi fjölgunar heimagistinga. Slíkar gistingar hafa sótt mjög í sig veðrið að undanförnu, og þá einna helst í gegnum leiguvefinn Airbnb. Aðeins hefur hægt á vexti tekna vegna útleigu íbúða á Airbnb en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru tekjurnar fjórir milljarðar, samanborið við þrjá milljarða króna í fyrra. Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal. Áætlað er að um sex þúsund íbúðir séu í útleigu á airbnb, þar af um 1.500 til 2.000 í stöðugri útleigu, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52
Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33
Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42