Innlent

Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist

Bergþór Másson skrifar
Séð niður að Seyðisfirði frá Fjarðarheiði. Óskráðri gistingu hefur fjölgað á Austurlandi.
Séð niður að Seyðisfirði frá Fjarðarheiði. Óskráðri gistingu hefur fjölgað á Austurlandi. vísir/einar
Gistinóttum í óskráðri gistingu fjölgaði um 54.000 á landsbyggðinni fyrstu fimm mánuði ársins. Hlutfallslega var aukningin mest á Austurlandi þar sem hún nam um 57 prósentum, en einnig var 52 prósenta aukning á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Turisti.is greinir frá því að samanlögð umsvif gistimiðlanna Airbnb og Homeaway jukust hér á landi um 8 prósent fyrstu fimm mánuði ársins samkvæmt mati Hagstofunnar á gistinóttum utan hefðbundinnar talningar.

Eins og kemur fram hafa gistinætur í óskráðri gistingu hækkað mikið úti á landi, en sömu sögu er ekki að segja um Reykjavík. Fyrstu fimm mánuði ársins fækkaði gistinóttum í óskráðri gistingu um 11.000 á höfuðborgarsvæðinu, eða um 3 prósentur.

Gistikostir á vegum Airbnb eru um 5.000 hér á landi en útgefin leyfi fyrir slíkri starfsemi eru einungis 1.330. 

Hægt er að sjá nánari samantekt um málið ásamt töflu sem sýnir þróun gistinótta í óskráðri gistingu fyrstu fimm mánuði ársins út um allt land á vefnum turisti.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×