Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2018 14:39 Ormsbók Snorra-Eddu verður til sýnis á Listastafni Íslands síðar í sumar. Fréttablaðið/GVA / Wikipedia Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal. Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal.
Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent