Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2018 14:39 Ormsbók Snorra-Eddu verður til sýnis á Listastafni Íslands síðar í sumar. Fréttablaðið/GVA / Wikipedia Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal. Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal.
Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58