Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 08:58 Ormsbók Snorra-Eddu verður til sýnis á Listastafni Íslands síðar í sumar. Fréttablaðið/GVA / Wikipedia Tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða flutt með vél Icelandair frá Kaupmannahöfn, þar sem þau eru varðveitt, til landsins í dag. Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár sem opnuð verður í Listasafni Íslands þann 18. júlí í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Handritin sem um ræðir eru Ormsbók, eitt af höfuðhandritum Snorra Eddu, og Reykjabók Njálu, elsta nær heila handrit sögunnar og eina handrit hennar sem enn er varðveitt í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Handritin munu verða í öndvegi á sýningunni. „Á Keflavíkurflugvelli tekur sérsveit Ríkislögreglustjóra við handritunum og flytur þau í Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir þeim viðtöku og varðveitir þar til sýningin Lífsblómið opnar. Klukkan 16.30 mun Guðrún opna handritakassana og segja stuttlega frá handritunum. Fljótlega eftir að Ísland varð lýðveldi árið 1944 hófust viðræður við Dani um að öll íslensk miðaldahandrit sem varðveitt væru í Kaupmannahöfn skyldu flutt til Íslands. Tíu árum síðar hófust samningaviðræður milli þjóðanna um afhendingu íslenskra handrita. Árið 1961 náðist samkomulag um að handrit skrifuð á íslensku með efni sem varðaði Ísland og íslensk málefni sérstaklega yrðu flutt til Íslands en önnur íslensk miðaldahandrit yrðu áfram varðveitt í Kaupmannahöfn. Vorið 1971 komu fyrstu tvö handritin heim til Íslands, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða,“ segir í tilkynningunni. Vélin lendir klukkan 15:10 á Keflavíkurflugvelli. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða flutt með vél Icelandair frá Kaupmannahöfn, þar sem þau eru varðveitt, til landsins í dag. Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár sem opnuð verður í Listasafni Íslands þann 18. júlí í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Handritin sem um ræðir eru Ormsbók, eitt af höfuðhandritum Snorra Eddu, og Reykjabók Njálu, elsta nær heila handrit sögunnar og eina handrit hennar sem enn er varðveitt í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis. Handritin munu verða í öndvegi á sýningunni. „Á Keflavíkurflugvelli tekur sérsveit Ríkislögreglustjóra við handritunum og flytur þau í Árnastofnun þar sem Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir þeim viðtöku og varðveitir þar til sýningin Lífsblómið opnar. Klukkan 16.30 mun Guðrún opna handritakassana og segja stuttlega frá handritunum. Fljótlega eftir að Ísland varð lýðveldi árið 1944 hófust viðræður við Dani um að öll íslensk miðaldahandrit sem varðveitt væru í Kaupmannahöfn skyldu flutt til Íslands. Tíu árum síðar hófust samningaviðræður milli þjóðanna um afhendingu íslenskra handrita. Árið 1961 náðist samkomulag um að handrit skrifuð á íslensku með efni sem varðaði Ísland og íslensk málefni sérstaklega yrðu flutt til Íslands en önnur íslensk miðaldahandrit yrðu áfram varðveitt í Kaupmannahöfn. Vorið 1971 komu fyrstu tvö handritin heim til Íslands, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða,“ segir í tilkynningunni. Vélin lendir klukkan 15:10 á Keflavíkurflugvelli.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira