Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2018 18:30 Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli. Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli.
Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30
Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30