Lagaskilyrði um framkvæmd símhlustunar ekki uppfyllt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júní 2018 07:00 Lögregla hefur ýmis ráð til þess að sinna hlutverki sínu. Vísir/Stefán Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ríkissaksóknari getur ekki sinnt lögbundnu eftirliti sínu með framkvæmd símhlerana hjá lögreglu, vegna þess að kerfi lögreglunnar heldur ekki utan um hverjir hlusta á og fá afrit af upptökum hleraðra símtala. Þetta kemur fram í skýrslu ríkissaksóknara um eftirlit með símhlustunum og sambærilegum úrræðum sem birt var á vef ríkissaksóknara í gær. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar 2017 voru kröfur í lögum hertar annars vegar um eyðingu á upptökum hleraðra símtala og sambærilegra gagna sem aflað er við rannsóknir sakamála, og hins vegar um tilkynningar til þeirra sem sætt hafa slíkum íþyngjandi rannsóknaraðgerðum lögreglu. Í Hleranum, gagnagrunni lögreglunnar sem heldur utan um upptökur hleraðra símtala, er ekki hægt að hlusta á upptökur, heldur þarf að afrita upptökur símtala á disk eða USB-lykil og afhenda allt efnið til rannsóknaraðila viðkomandi máls. Rannsakendur geta verið fleiri en einn og engin leið er að rekja hversu mörg afrit eru gerð af upptökum eftir að þær eru teknar út úr gagnagrunninum eða hver hlustar á þær. Þetta gerir að verkum að rannsakendur geta hlustað á upptökur að vild án þess að skilja eftir sig rekjanlega slóð, þar á meðal mögulega samtöl sakborninga við verjendur sína, en slíkum gögnum á lögum samkvæmt að eyða tafarlaust.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/StefánUnnið er að því hjá ríkislögreglustjóra að aðlaga LÖKE, málaskrá lögreglunnar, þannig að upptökur símtala og önnur gögn sem verða til við slíkar rannsóknaraðgerðir lögreglu verði vistuð í málaskránni og þar verði hægt að stýra aðgangi að gögnunum og logga hverjir hlusta og hvenær. „Við viljum hafa þetta þannig að enginn geti tekið afrit úr LÖKE nema það sé skráð og slík afritagerð megi bara miðast við það sem leggja eigi fram í sakamáli og annað fari aldrei út úr LÖKE. Um leið og eitthvað fer út úr LÖKE höfum við enga leið lengur til að fullyrða hvort og hve mörg afrit eru til af því sem þaðan er tekið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari en embættinu er meðal annars falið að hafa eftirlit með því að eyðing gagnanna fari fram í samræmi við lög. Gert er ráð fyrir því að eftir breytinguna haldi kerfið einnig utan um eyðingu gagna sem á að fara fram án tafar, svo sem gögn sem innihalda samtöl sakborninga við verjendur sína, en kerfið muni einnig logga mögulega hlustun á slík símtöl áður en þeim er eytt. Helgi tekur dæmi af svokölluðum hrunmálum þar sem menn hafi haldið því fram að hlustað hafi verið á samtöl sakborninga við verjendur sína. „Vandi lögreglunnar þar er sá að við getum eiginlega ekki neitað þessu af því að við höfum engin gögn til að sýna fram á hver hlustaði og hversu mikið.“ Í skýrslu sinni lýsir ríkissaksóknari áhyggjum af því að enn muni líða nokkur tími áður en LÖKE geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stefnt sé að því að um áramót verði öll gögn komin í hið nýja kerfi og upptökum miðlað til þeirra sem þurfa að vinna með þau í gegnum kerfið þar sem hægt verði að rekja hver hlustaði á hvaða upptöku, hvar og hvenær.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent