Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2018 16:20 Maðurinn er í haldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann handtekinn var við heimkomu frá Málaga í lok janúar vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Fór lögregla fram á að varðhald yfir Sigurði yrði framlengt um fjórar vikur og féllst héraðsdómur á það. Verður hann í gæsluvarðhaldi til 4. apríl. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fjórum vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Segir Grímur að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði vel. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni, Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Sunna Elvíra liggur enn alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða á heimili þeirra þar. Yfirvöld á Íslandi hafa sent yfirvöldum á Spáni formlega réttarbeiðni þess efnis að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru. Er hún send vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallaða en sem fyrr segir er eiginmaður Sunnu grunaður um aðild að því máli. Grímur segir að réttarbeiðnin sé enn í vinnslu hjá spænskum yfirvöldum og lítið hafi breyst í þeim efnum. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Sigurður Kristinsson, sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 7. febrúar 2018 14:43 Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15 Tveir enn í haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Mennirnir ekki í einangrun. 19. febrúar 2018 13:18 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann handtekinn var við heimkomu frá Málaga í lok janúar vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Fór lögregla fram á að varðhald yfir Sigurði yrði framlengt um fjórar vikur og féllst héraðsdómur á það. Verður hann í gæsluvarðhaldi til 4. apríl. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fjórum vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Segir Grímur að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði vel. Sigurður var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni, Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum og svo handtekinn við komuna hingað til lands. Sunna Elvíra liggur enn alvarlega slösuð á spítala á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða á heimili þeirra þar. Yfirvöld á Íslandi hafa sent yfirvöldum á Spáni formlega réttarbeiðni þess efnis að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru. Er hún send vegna rannsóknar á „Skáksambandsmálinu“ svokallaða en sem fyrr segir er eiginmaður Sunnu grunaður um aðild að því máli. Grímur segir að réttarbeiðnin sé enn í vinnslu hjá spænskum yfirvöldum og lítið hafi breyst í þeim efnum.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Sigurður Kristinsson, sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 7. febrúar 2018 14:43 Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15 Tveir enn í haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Mennirnir ekki í einangrun. 19. febrúar 2018 13:18 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Sigurður Kristinsson, sem handtekinn var við heimkomu frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 7. febrúar 2018 14:43
Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Óvíst hvað ferlið mun taka langan tíma. 21. febrúar 2018 16:15
Tveir enn í haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Mennirnir ekki í einangrun. 19. febrúar 2018 13:18