„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2018 10:34 Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Potturinn hafnaði á lóð leikskólans Kórs. Leikskólinn Kór Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir. Veður Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir.
Veður Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent