Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Rebekka segir Rauðasand, Látrabjarg og Selárdal toga ferðamenn vestur. Þó sé hún enn að hitta Íslendinga sem aldrei hafi komið til Vestfjarða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
„Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00