Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Kjartan Kjartansson og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 31. júlí 2018 19:54 Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri. Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri.
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira