Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Kjartan Kjartansson og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 31. júlí 2018 19:54 Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Níu af hverjum tíu ökumönnum á aldrinum 18-44 ára nota snjallsíma ólöglega undir stýri þrátt fyrir að þeir telji slíkt athæfi hættulegt. Þetta kemur fram í rannsókn sem tryggingafélagið Sjóvá hefur látið gera. Verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá segir þá sem nota snjallsíma undir stýri grafa undan umferðaröryggi. Rannsóknin á snjallsímanotkun undir stýri leiddi í ljós að 90% af yngri ökumönnum noti síma sína ólöglega í umferðinni. Rúmur þriðjungur les eða sendir skilaboð undir stýri, tæpur helmingur talar í símann án handfrjáls búnaðar og sama hlutfall lítur á símann og les tilkynningar við akstur. Engu að síður töldu 60% ökumanna sig vita hversu ströng viðurlög eru við símnotkun undir stýri og nánast allir svarendur töldu hættulegt að nota símann við akstur. Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá, segir snjallsímanotkunina í umferðinni eitt stærsta áhyggjuefni síðari ára og spyr hvort að síminn sé virkilega svo mikilvægur. „Menn virðast gera sér alveg fullkomna grein fyrir að þetta er hættulegt og að þetta hafi mikil áhrif á aksturshæfni en það er samt sem áður stór meirihluti sem gerir þetta samt sem áður,“ segir hún.Ógna eigin öryggi og annarra Notkunin hefur aukist töluvert frá sambærilegri könnun sem Sjóvá lét gera árið 2015. Karlotta segir að ef allir þeir sem tala í síma án handfrjáls búnaðar undir stýri samkvæmt rannsókninni fengju eina sekt á ári fyrir athæfið þá næmi upphæðin um 4,3 milljörðum króna samanlagt. Karlotta segir þörf á samfélagslegu átaki, öflugri forvörnum og fordæmingu á þessari hegðun. Þeir sem noti snjallsíma undir stýri ógni ekki aðeins eigin öryggi heldur einnig annarra í umferðinni. Margt bendi til þess að snjallsímanotkun ökumanna stuðli að slysum. Fá raungögn séu til um slík slys hér á landi en í Bandaríkjunum megi rekja eitt af hverjum fjórum slysum í umferðinni til símnotkunar undir stýri.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira