Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 12. maí 2018 14:30 Verð á nýjum bílum gæti hækkað verulega á næstunni. Vísir/GVA Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september. Bílgreinasambandið óttast að sala á nýjum og sparneytnari bílum muni dragast verulega saman vegna fyrirséðra verðhækkana. Hækkanirnar koma til vegna nýs evrópustaðals við mælingar útblásturs sem koma til með að hafa áhrif á álagningu tolla hér á landi að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins. „Hér á Íslandi eru bílar tollaðir eftir CO2 gildum, en það eru gildi sem mæla útblástur frá bílum og þeim mun hærri útblástur sem kemur frá bílunum þeim mun hærri tollur leggst ofan á viðkomandi bíl. Þá er verið að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni bíla,“ segir Jón Trausti. Það verði hins vegar ekki raunin ef stjórnvöld grípa ekki inn í að sögn Jóns Trausta. Innleiðing VLTP mengunarstaðalsins sem um ræðir verður í tveimur skrefum, í september 2018 og september 2019. Samkvæmt nýjum staðli eru mengunarmælingar mun nákvæmari að sögn Jóns Trausta. „Tilgangurinn með þessum breytingum hann er sá að kaupendur eða neytendur fái réttar upplýsingar við kaup á bílum um mengun og eyðslu, þannig að þeir viti nákvæmlega hvað bíllinn þeirra er að menga og hvað hann er að eyða. En hliðarafurðin á Íslandi er sú, af því að við tollum eftir CO2, að tollarnir hækka á þessum bílum. Það skjóti verulega skökku við að sögn Jóns Trausta, stjórnvöld verði að grípa í taumana. „Við teljum það algjörlega nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í og við sjáum að það er að gerast bæði í Danmörku, Svíþjóð og víðar að menn eru að grípa inn í til að koma í veg fyrir að verð bíla hækki því nýjustu bílarnir eru miklu fullkomnari þegar það kemur að mengun og útblæstri heldur en gömlu bílarnir þannig að menn vilja raunverulega fá minna mengandi bíla á markaðinn og þess vegna eru stjórnvöld að grípa þar inn í og þurfa að gera það á Íslandi líka til að stuðla að því að við séum að standa fyrir eðlilegri endurnýjun á flotanum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira