Fær ekki að yfirgefa landið sjálfviljugur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2018 19:30 Guðmundur Einarsson er formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Vísir Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur. Um er að ræða flóttamann frá Azerbaijan. Hann kom hingað til lands og sótti um hæli en umsókn hans var synjað. Við komuna til landsins var vegabréfið tekið af honum og er það enn í vörslu stjórnvalda samkvæmt formanni sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. „Í Azerbaijan eru 97 prósent þjóðarinnar múslimar. Þrjú prósent þjóðarinnar eru kristnir og hann er í þeim hópi og þeir eru ofsóttir af meirihlutanum,“ segir Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Þegar ljóst var að hann yrði sendur úr landi lýsti hann yfir vilja til að yfirgefa landið sjálfviljugur og fara til Rússlands þar sem hann telur sig öruggan. En í 2.mgr 104.gr. laga um útlendinga kemur fram að Útlendingastofnun skuli veita útlendingi frest í 7-30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Hann getur þó ekki nýtt þennan lagalega rétt sinn þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í sinni vörslu. Þess í stað verður hann fluttur aftur til Azerbaijan í fyrramálið þar sem hann á von á frekari ofsóknum. Guðmundur segir það skjóta skökku við að slíkur lagalegur réttur sé fyrir hendi þegar einstaklingum er gert það ókleift að nýta hann. „Það er spurning hvernig farið er með mannréttindi manna sem eiga erfitt með að verja sig. Mér þykir miður að eiga heima í svoleiðis landi,“ segir Guðmundur. Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur. Um er að ræða flóttamann frá Azerbaijan. Hann kom hingað til lands og sótti um hæli en umsókn hans var synjað. Við komuna til landsins var vegabréfið tekið af honum og er það enn í vörslu stjórnvalda samkvæmt formanni sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. „Í Azerbaijan eru 97 prósent þjóðarinnar múslimar. Þrjú prósent þjóðarinnar eru kristnir og hann er í þeim hópi og þeir eru ofsóttir af meirihlutanum,“ segir Guðmundur Einarsson, formaður sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju. Þegar ljóst var að hann yrði sendur úr landi lýsti hann yfir vilja til að yfirgefa landið sjálfviljugur og fara til Rússlands þar sem hann telur sig öruggan. En í 2.mgr 104.gr. laga um útlendinga kemur fram að Útlendingastofnun skuli veita útlendingi frest í 7-30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Hann getur þó ekki nýtt þennan lagalega rétt sinn þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í sinni vörslu. Þess í stað verður hann fluttur aftur til Azerbaijan í fyrramálið þar sem hann á von á frekari ofsóknum. Guðmundur segir það skjóta skökku við að slíkur lagalegur réttur sé fyrir hendi þegar einstaklingum er gert það ókleift að nýta hann. „Það er spurning hvernig farið er með mannréttindi manna sem eiga erfitt með að verja sig. Mér þykir miður að eiga heima í svoleiðis landi,“ segir Guðmundur.
Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira