Innlent

„SGS mun halda viðræðum áfram af krafti“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins. Fréttablaðið/Auðunn
Starfsgreinasambandið hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar frétta af því að Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa ákveðið að draga samningsumboð sitt til SGS til baka.

Í tilkynningunni segir að SGS muni halda viðræðum áfram af krafti, í góðri samvinnu við öll félögin í sambandinu. Tilgangurinn sé að ná fram réttmætum kröfum til að bæta hag félagsmanna.

Þá er bent á það að innan SGS séu nítján stéttarfélög rúmlega 57 þúsund félagsmanna um landa allt.

„Samninganefndir hvers félags um sig fara með samningsumboð fyrir hönd sinna félagsmanna en hafa oft falið sameiginlegri samninganefnd SGS að fara með umboðið. Ef einstök félög meta það svo að það sé skynsamlegra vegna aðstæðna hjá þeim að hafa umboðið hjá sér og eiga viðræður beint við atvinnurekendur þá geta þau að sjálfsögðu gert það hvenær sem er,“ segir í tilkynningu SGS sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.

Innan raða Starfsgreinasambands Íslands (SGS) eru 19 stéttarfélög rúmlega 57 þúsund félagsmanna um land allt. Samninganefndir hvers félags um sig fara með samningsumboð fyrir hönd sinna félagsmanna en hafa oft falið sameiginlegri samninganefnd SGS að fara með umboðið. Ef einstök félög meta það svo að það sé skynsamlegra vegna aðstæðna hjá þeim að hafa umboðið hjá sér og eiga viðræður beint við atvinnurekendur þá geta þau að sjálfsögðu gert það hvenær sem er. SGS mun halda viðræðum áfram af krafti, í góðri samvinnu við öll félög innan sambandsins, í þeim tilgangi að ná fram réttmætum kröfum til að bæta hag sinna félagsmanna. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×