Aldrei fleiri beðið þess að komast inn á Vog Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. desember 2018 06:15 Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. VÍSIR/VILHELM 622 einstaklingar bíða þess nú að leggjast inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. „Við höfum séð það undanfarin ár að það dregur lítið eitt úr aðsókn í meðferð um hátíðarnar, en aðsóknin þyngist svo verulega strax eftir áramót.“ Arnþór sér þannig fram á að biðlistinn lengist enn frekar á nýju ári. Hann bætir þó við að þeir sem eru yngstir, þeir sem séu veikastir og þeir sem séu að koma í sína fyrstu meðferð bíði skemur en aðrir. „Konur bíða einnig skemur, enda hafa rannsóknir sýnt að þær sjálfar draga það á langinn að fara í meðferð.“ Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu er 35 ár. Arnþór segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta. Örvandi efni valdi oftar geðrofi en önnur vímuefni og meiri geðhvörfum. Neysla slíkra efna valdi meiri taugaskaða en önnur vímuefni. Þá fylgi örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð, til dæmis lifrarbólga og HIV. Arnþór segir tímabært að gripið verði inn í til þess að hjálpa þessum hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlega örvandi vímuefnafíkn, hafa eingöngu verið skorin niður.” Hann segir vandann vaxandi. „Hann er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. Á síðustu 20 árum hefur 2.851 karlmaður á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu með örvandi vímuefnafíkn. Af þeim var 121 látinn í lok ársins 2017.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
622 einstaklingar bíða þess nú að leggjast inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. „Við höfum séð það undanfarin ár að það dregur lítið eitt úr aðsókn í meðferð um hátíðarnar, en aðsóknin þyngist svo verulega strax eftir áramót.“ Arnþór sér þannig fram á að biðlistinn lengist enn frekar á nýju ári. Hann bætir þó við að þeir sem eru yngstir, þeir sem séu veikastir og þeir sem séu að koma í sína fyrstu meðferð bíði skemur en aðrir. „Konur bíða einnig skemur, enda hafa rannsóknir sýnt að þær sjálfar draga það á langinn að fara í meðferð.“ Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu er 35 ár. Arnþór segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta. Örvandi efni valdi oftar geðrofi en önnur vímuefni og meiri geðhvörfum. Neysla slíkra efna valdi meiri taugaskaða en önnur vímuefni. Þá fylgi örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð, til dæmis lifrarbólga og HIV. Arnþór segir tímabært að gripið verði inn í til þess að hjálpa þessum hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlega örvandi vímuefnafíkn, hafa eingöngu verið skorin niður.” Hann segir vandann vaxandi. „Hann er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. Á síðustu 20 árum hefur 2.851 karlmaður á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu með örvandi vímuefnafíkn. Af þeim var 121 látinn í lok ársins 2017.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira