„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi" Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 12:30 Óskar Aðils Kemp og Rúnar Jón Hermannsson síðastliðið föstudagskvöld. Inda Hrönn Björnsdóttir „Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira