Þeim fjölgar ár frá ári sem kjósa að gefa Sannar gjafir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. desember 2018 08:15 Hnetupakkinn er kallaður þriðji orkupakkinn þetta árið. MYND/UNICEF Sífellt fjölgar þeim sem nýta sér þann kost að gefa Sannar gjafir um jólin. Dæmi eru um að heilu fjölskyldurnar hafi ákveðið að gefa slíkar jólagjafir. UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haft til sölu gjafir sem koma fólki á erlendri grundu sem býr við erfiðar aðstæður til góða. Sem dæmi um slíkar gjafir má nefna vatnshreinsitöflur, hlý teppi og vetrarfatnað fyrir börn og orkuríkt hnetumauk. „Við sjáum aukningu frá því í fyrra þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Margir gefa þeim sem allt eiga slíka gjöf og enn aðrir lauma þessu með sem merkimiða,“ segir Anna Margrét Hrólfsdóttir, fjáröflunarstjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að þetta árið hafi mest selst af hlýjum vetrarfatnaði og teppum enda tengi Íslendingar vel við þá tilfinningu að vera kalt. Gjafirnar eru einnig hentugar fyrir þá sem mögulega gleyma að kaupa gjöf handa einhverjum enda hægðarleikur að kaupa þær af heimasíðu samtakanna hvenær sem er sólarhrings. „Ég veit til að mynda um konu sem fékk óvænta heimsókn skömmu fyrir jól. Fyrir utan stóð fjölskylda með konfektkassa. Hún sagði að sjálfsögðu að hún hefði „akkúrat verið að kaupa gjöfina þeirra“. Síðan prentaði hún út gjafabréf fyrir hlýjum fötum handa börnum í neyð og afhenti þeim,“ segir Anna Margrét og hlær. „Ef einhver vaknar upp við vondan draum í dag þá er alltaf hægt að leita til okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Sífellt fjölgar þeim sem nýta sér þann kost að gefa Sannar gjafir um jólin. Dæmi eru um að heilu fjölskyldurnar hafi ákveðið að gefa slíkar jólagjafir. UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haft til sölu gjafir sem koma fólki á erlendri grundu sem býr við erfiðar aðstæður til góða. Sem dæmi um slíkar gjafir má nefna vatnshreinsitöflur, hlý teppi og vetrarfatnað fyrir börn og orkuríkt hnetumauk. „Við sjáum aukningu frá því í fyrra þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Margir gefa þeim sem allt eiga slíka gjöf og enn aðrir lauma þessu með sem merkimiða,“ segir Anna Margrét Hrólfsdóttir, fjáröflunarstjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að þetta árið hafi mest selst af hlýjum vetrarfatnaði og teppum enda tengi Íslendingar vel við þá tilfinningu að vera kalt. Gjafirnar eru einnig hentugar fyrir þá sem mögulega gleyma að kaupa gjöf handa einhverjum enda hægðarleikur að kaupa þær af heimasíðu samtakanna hvenær sem er sólarhrings. „Ég veit til að mynda um konu sem fékk óvænta heimsókn skömmu fyrir jól. Fyrir utan stóð fjölskylda með konfektkassa. Hún sagði að sjálfsögðu að hún hefði „akkúrat verið að kaupa gjöfina þeirra“. Síðan prentaði hún út gjafabréf fyrir hlýjum fötum handa börnum í neyð og afhenti þeim,“ segir Anna Margrét og hlær. „Ef einhver vaknar upp við vondan draum í dag þá er alltaf hægt að leita til okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira