Gular viðvaranir, rauð jól og innanlandsflugi aflýst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2018 09:18 Vindaspáin á landinu fyrir klukkan 18 í dag þegar klukkurnar hringja inn jólin. veðurstofa íslands Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira