Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. desember 2018 13:30 Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“ Fangelsismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“
Fangelsismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira