Akkúrat ár liðið frá banaslysi sem varð á svipuðum slóðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 15:03 Myndin er tekin á vettvangi rútuslyssins í Eldhrauni fyrir ári síðan. vísir/vilhelm Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009. Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Í dag, þann 27. desember 2018, er akkúrat ár liðið frá því að rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór út af Suðurlandsvegi í Eldhrauni, um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri, með þeim afleiðingum að tveir létust og fjölmargir slösuðust alvarlega. Annað banaslys varð á svipuðum slóðum í dag, eða um 50 kílómetra í austur, við Núpsvötn en þar fór jeppi fram af brúnni með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu í dag en mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar rútuslysið varð fyrir ári síðan. Lögreglan hefur sagt að hitinn í dag hafi verið við núll gráður og því gætu hálkublettir hafa myndast á brúnni. Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki orðið var við hálku á brúnni og ætti svolítið erfitt með að skilja hvernig slysið varð.Mannskæðasta umferðarslysið í tæpan áratug Alþekkt er hversu mikið ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár en mun fleiri sækja Ísland nú heim yfir vetrarmánuðina en áður var. Jól og áramót eru vinsæll tími til ferðalaga og hefur íslensk ferðaþjónusta ekki farið varhluta af því. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru á Suðurlandi, þar á meðal Jökulsárlón sem er austan við Kirkjubæjarklaustur og Núpsvötn. Mikið hefur verið rætt um aukið álag á vegakerfið vegna aukins fjölda ferðamanna. Var til að mynda fjallað um það í fyrra í tengslum við rútuslysið að tvö önnur banaslys hefðu orðið á sama vegkafla í Eldhrauni á síðustu fimm árum. Rútuslysið var því það þriðja á fimm árum. Svo mannskæð banaslys eins og varð í dag eru afar sjaldgæf. Þrír létust þegar bíll fór í höfnina við Árskógssand á Norðurlandi í nóvember í fyrra. Þá voru átta ár síðan þrír karlmenn létust í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi við Arnarnesbrú þann 18. desember 2009.
Banaslys við Núpsvötn Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13