Stærsta kvikmyndastjarna Íslandssögunnar drapst Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. desember 2018 09:00 Grannt var fylgst með Keikó á meðan hann lifði, til að mynda muna margir eflaust eftir frægum leik hans við dekk nokkuð. Getty Áþessum degi árið 2003 drapst hvalurinn og kvikmyndastjarnan Keikó og lauk þar með miklu og undarlegu máli sem hafði staðið yfir frá því Keikó var fluttur hingað til lands árið 1998 með pompi og prakt. Kannski má samt segja að þetta hafi allt byrjað með því að Keikó var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og því hafa ýmsir talað um hvalinn sem „Íslending“. Að minnsta kosti var gerð tilraun til að „sleppa“ Keikó, hann fluttur til Vestmannaeyja þaðan sem hann fór til Noregs þar sem hann drapst fyrir aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það tókst aldrei að gera hann „villtan“ aftur en í það verkefni var eytt einum tveimur milljörðum króna samtals. „Auðvitað brá mér við að heyra tíðindin því skepnan hafðist mjög vel við og var við hestaheilsu í Noregi,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keikó Foundation á Íslandi í viðtali við Fréttablaðið þann 14. desember 2003. „Á miðvikudag virtist hann fá einhverja kvefpest, sem hafði gerst áður, og var ekki lystugur á fimmtudeginum. Á föstudaginn var greinilegt að það var mjög af honum dregið og síðdegis synti hann á land. Hann vissi greinilega sjálfur hvað var á ferðinni því háhyrningar synda á land til þess að deyja drottni sínum.“ Hallur bætti einnig við: „Þessi frétt hefur farið um allan heim. Allir helstu fréttamiðlar hafa fjallað um þetta og það hefur verið gríðarlegur fjöldi fjölmiðlamanna við Taknesfjörð í Noregi.“ Keikó lék hvalinn Willy í Free Willy-myndunum, en þær urðu þrjár talsins. Myndirnar fjölluðu um hval sem var frelsaður úr haldi – en líf þess hvals átti eftir að verða ansi líkt lífi hvalsins í myndinni sem gaf þessu máli öllu óneitanlega dularfullan blæ og heillaði heimsbyggðina. Stundum er sagt að Keikó hafi verið frægasti Íslendingurinn og kannski er það satt. Það hafa að minnsta kosti fáir verið svona mikið í sviðsljósinu á jafn skömmum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Áþessum degi árið 2003 drapst hvalurinn og kvikmyndastjarnan Keikó og lauk þar með miklu og undarlegu máli sem hafði staðið yfir frá því Keikó var fluttur hingað til lands árið 1998 með pompi og prakt. Kannski má samt segja að þetta hafi allt byrjað með því að Keikó var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og því hafa ýmsir talað um hvalinn sem „Íslending“. Að minnsta kosti var gerð tilraun til að „sleppa“ Keikó, hann fluttur til Vestmannaeyja þaðan sem hann fór til Noregs þar sem hann drapst fyrir aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það tókst aldrei að gera hann „villtan“ aftur en í það verkefni var eytt einum tveimur milljörðum króna samtals. „Auðvitað brá mér við að heyra tíðindin því skepnan hafðist mjög vel við og var við hestaheilsu í Noregi,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keikó Foundation á Íslandi í viðtali við Fréttablaðið þann 14. desember 2003. „Á miðvikudag virtist hann fá einhverja kvefpest, sem hafði gerst áður, og var ekki lystugur á fimmtudeginum. Á föstudaginn var greinilegt að það var mjög af honum dregið og síðdegis synti hann á land. Hann vissi greinilega sjálfur hvað var á ferðinni því háhyrningar synda á land til þess að deyja drottni sínum.“ Hallur bætti einnig við: „Þessi frétt hefur farið um allan heim. Allir helstu fréttamiðlar hafa fjallað um þetta og það hefur verið gríðarlegur fjöldi fjölmiðlamanna við Taknesfjörð í Noregi.“ Keikó lék hvalinn Willy í Free Willy-myndunum, en þær urðu þrjár talsins. Myndirnar fjölluðu um hval sem var frelsaður úr haldi – en líf þess hvals átti eftir að verða ansi líkt lífi hvalsins í myndinni sem gaf þessu máli öllu óneitanlega dularfullan blæ og heillaði heimsbyggðina. Stundum er sagt að Keikó hafi verið frægasti Íslendingurinn og kannski er það satt. Það hafa að minnsta kosti fáir verið svona mikið í sviðsljósinu á jafn skömmum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira