Ætlar að beita sér fyrir menntun og nýsköpun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. desember 2018 07:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. „Miðað við hvernig samfélag okkar er að þróast virðist popúlisminn eiga greiða leið upp á dekk og það er ekkert annað sem vinnur betur gegn því heldur en almenn skynsemi og upplýsing,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, sem tekur sæti á Alþingi þegar það kemur saman að loknu jólaleyfi 15. janúar. Jóhanna er varamaður Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í launalausu leyfi fram í febrúar að eigin ósk í kjölfar áminningar sem Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar veitti honum í lok nóvember. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út á völl þegar þetta kom upp og Einar [Kárason] í miðri jólabókavertíð, þannig að Ellert Schram bjargaði málunum í bili, sá eðalmaður,“ segir Jóhanna sem er stödd í heimalandi eiginmanns síns, Suður-Afríku þar sem hún mun eyða jólunum með fjölskyldunni sinni. „Ég geri ráð fyrir að koma inn þegar þingstörf hefjast eftir áramótin og vera til 6. febrúar.“ Aðspurð um pólitískar áherslur og hvers megi vænta af henni á þingi segir Jóhanna að mikilvægi menntunar og nýsköpunar, sérstaklega fyrir lífsgæði í samfélaginu, þurfi að skína betur í gegn í áherslum stjórnvalda. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt að muna eftir því af hverju til dæmis fólk eins og ég komst á annað borð í háskólanám, en móðir mín var einstæð fjögurra barna móðir í Breiðholti,“ segir Jóhanna Vigdís. Hún segir hlutverk Lánasjóðs námsmanna afar mikilvægt fyrir samfélagið og hlúa þurfi betur að félagslegu hlutverki sjóðsins og samfélagslegu hlutverki háskólanna. Jóhanna settist í fyrsta sinn á þing í október síðastliðnum þegar hún leysti Ágúst Ólaf af um vikutíma. Jóhanna er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík en lauk bæði BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í menningarfræði frá Edinborgarháskóla. Jóhanna gegnir framkvæmdastjórastöðu hjá Almannarómi, félagi um máltækni, en hefur einnig gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá Háskólanum í Reykjavík, stýrt Listahátíð í Reykjavík og verið forstöðumaður samskiptasviðs Straums Burðaráss. Ekki liggur fyrir hvort Ágúst Ólafur á afturkvæmt á þing og þar af leiðandi hvort Jóhanna Vigdís muni sitja á þingi um nokkurra vikna skeið eða allt til næstu kosninga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun forysta flokksins veita Ágústi Ólafi svigrúm til að leita sér aðstoðar og ná áttum. adalheidur@frettabladid.is Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
„Miðað við hvernig samfélag okkar er að þróast virðist popúlisminn eiga greiða leið upp á dekk og það er ekkert annað sem vinnur betur gegn því heldur en almenn skynsemi og upplýsing,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, sem tekur sæti á Alþingi þegar það kemur saman að loknu jólaleyfi 15. janúar. Jóhanna er varamaður Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í launalausu leyfi fram í febrúar að eigin ósk í kjölfar áminningar sem Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar veitti honum í lok nóvember. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út á völl þegar þetta kom upp og Einar [Kárason] í miðri jólabókavertíð, þannig að Ellert Schram bjargaði málunum í bili, sá eðalmaður,“ segir Jóhanna sem er stödd í heimalandi eiginmanns síns, Suður-Afríku þar sem hún mun eyða jólunum með fjölskyldunni sinni. „Ég geri ráð fyrir að koma inn þegar þingstörf hefjast eftir áramótin og vera til 6. febrúar.“ Aðspurð um pólitískar áherslur og hvers megi vænta af henni á þingi segir Jóhanna að mikilvægi menntunar og nýsköpunar, sérstaklega fyrir lífsgæði í samfélaginu, þurfi að skína betur í gegn í áherslum stjórnvalda. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt að muna eftir því af hverju til dæmis fólk eins og ég komst á annað borð í háskólanám, en móðir mín var einstæð fjögurra barna móðir í Breiðholti,“ segir Jóhanna Vigdís. Hún segir hlutverk Lánasjóðs námsmanna afar mikilvægt fyrir samfélagið og hlúa þurfi betur að félagslegu hlutverki sjóðsins og samfélagslegu hlutverki háskólanna. Jóhanna settist í fyrsta sinn á þing í október síðastliðnum þegar hún leysti Ágúst Ólaf af um vikutíma. Jóhanna er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík en lauk bæði BA-prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í menningarfræði frá Edinborgarháskóla. Jóhanna gegnir framkvæmdastjórastöðu hjá Almannarómi, félagi um máltækni, en hefur einnig gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá Háskólanum í Reykjavík, stýrt Listahátíð í Reykjavík og verið forstöðumaður samskiptasviðs Straums Burðaráss. Ekki liggur fyrir hvort Ágúst Ólafur á afturkvæmt á þing og þar af leiðandi hvort Jóhanna Vigdís muni sitja á þingi um nokkurra vikna skeið eða allt til næstu kosninga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun forysta flokksins veita Ágústi Ólafi svigrúm til að leita sér aðstoðar og ná áttum. adalheidur@frettabladid.is
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. 12. desember 2018 06:00
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28