Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Þeir segja að nota megi gulu vestin í átökum vetrarins.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá verður rætt við tuttugu og sex ára gamla afganska konu sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í vikunni. Hún segir það vera skrítna en góða tilfinningu að vera í fyrsta sinn á ævinni með ríkisfang. Hún hefur búið á Íslandi í sex ár og segist afar sjaldan hafa mætt fordómum hér á landi.

Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið.

Við skoðum einnig jólaverslunina, fylgjumst með Íslandsmóti í hraðskák og hittum myndlistafólk í Árnessýslu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×