Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:00 Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira