Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:00 Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira