Hagfræðingur um húsnæðismarkaðinn: „Við viljum ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 20:00 Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“ Húsnæðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“
Húsnæðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira