Ekki útilokað að greiðslur úr sjúkrasjóði VR verði skertar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2018 13:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Ekki er útilokað að VR muni grípa á það ráð að lækka greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins til að mæta aukinni aðsókn. Það stefnir í metaðsókn í sjóðinn annað árið í röð. Formaður VR segir aukninguna meiriháttar vísbendingu um að eitthvað mikið sé að í samfélaginu.Bandalag hásklólamanna greindi í gær frá breyttum úthlutunarreglum sjúkrasjóðs bandalagsins þar sem umsóknum um sjúkradagpeninga hafi fjölgað umtalsvert. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum greiðir sjóðurinn nú að hámarki sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf og gleraugnastyrkir lækkaðir svo fátt eitt sé nefnt. BHM er ekki eina stéttarfélagið þar sem vart hefur orðið við mikla fjölgun umsókna í sjúkrasjóð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðuna metna í hverjum mánuði og að fylgst sé vel með þróuninni. „Við vitum það að metárið í fyrra sem að toppaði árið 2009, þegar að samfélagið var hér allt á hliðinni, í samanburði við árið í ár þá erum við að sjá 43% aukningu sjúkradagpeninga frá metárinu í fyrra og það eru skuggalegar tölur. Greinilega vísbending um að eitthvað meiriháttar mikið er að í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur að skoða þurfi betur og rannsaka hvað það er sem veldur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hvort breyta þurfi úthlutunarreglum en það er meðal þess sem rætt verður á aðalfundi félagsins í apríl. „Það er ekki útilokað. Sjóðirnir eru mjög sterkir og félagið mjög vel rekið og mjög sterkt þannig að eins og ég segi, það hefur ekki komið til þess ennþá en við erum að skoða þetta og þurfum að fylgjast mjög vel með,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri stéttarfélög verulegar áhyggjur af stöðunni. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stöðuna til að mynda mjög þunga innan KÍ og að ljóst sé að grípa þurfi til frekari aðgerða. Til hvaða bragðs skuli taka sé þó ekki ljóst á þessari stundu. Tengdar fréttir Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ekki er útilokað að VR muni grípa á það ráð að lækka greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins til að mæta aukinni aðsókn. Það stefnir í metaðsókn í sjóðinn annað árið í röð. Formaður VR segir aukninguna meiriháttar vísbendingu um að eitthvað mikið sé að í samfélaginu.Bandalag hásklólamanna greindi í gær frá breyttum úthlutunarreglum sjúkrasjóðs bandalagsins þar sem umsóknum um sjúkradagpeninga hafi fjölgað umtalsvert. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum greiðir sjóðurinn nú að hámarki sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf og gleraugnastyrkir lækkaðir svo fátt eitt sé nefnt. BHM er ekki eina stéttarfélagið þar sem vart hefur orðið við mikla fjölgun umsókna í sjúkrasjóð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðuna metna í hverjum mánuði og að fylgst sé vel með þróuninni. „Við vitum það að metárið í fyrra sem að toppaði árið 2009, þegar að samfélagið var hér allt á hliðinni, í samanburði við árið í ár þá erum við að sjá 43% aukningu sjúkradagpeninga frá metárinu í fyrra og það eru skuggalegar tölur. Greinilega vísbending um að eitthvað meiriháttar mikið er að í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur að skoða þurfi betur og rannsaka hvað það er sem veldur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hvort breyta þurfi úthlutunarreglum en það er meðal þess sem rætt verður á aðalfundi félagsins í apríl. „Það er ekki útilokað. Sjóðirnir eru mjög sterkir og félagið mjög vel rekið og mjög sterkt þannig að eins og ég segi, það hefur ekki komið til þess ennþá en við erum að skoða þetta og þurfum að fylgjast mjög vel með,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri stéttarfélög verulegar áhyggjur af stöðunni. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stöðuna til að mynda mjög þunga innan KÍ og að ljóst sé að grípa þurfi til frekari aðgerða. Til hvaða bragðs skuli taka sé þó ekki ljóst á þessari stundu.
Tengdar fréttir Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33
Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15