Innlent

Forðast áreiti vegna frægra nafna

Sighvatur Jónsson skrifar
Nafnar þekktra Íslendinga skrá sig í símaskrá með sérstökum hætti til að losna við áreiti vegna nafna sinna.

Aðferðin er einfaldlega sú að merkja sig í símaskrá sem „ekki“ söngvari, söngkona, trommari, útvarpsmaður eða annað til að aðgreina þig frá þeim fræga.

Ekki söngvari

Eyþór Ingi Eiríksson skráði sig „ekki söngvari“ í símaskrá fyrir einu ári til aðgreiningar frá Eyþóri Inga Gunnlaugssyni tónlistarmanni.

Hann segir að þetta hafi fækkað símtölum sem hann fær vegna nafna síns.

„Manni hefur dottið í hug að segja já og mæta en það væri ekkert vel séð af þeim sem halda veislur. En þú spilar á gítar? Já. Og getur sungið? Nei, ég get ekki sungið.“

Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Ingi fá oft símtöl frá fólki sem heldur að það sé að hringja í nafna þeirra og tónlistarfólk.Vísir/Samsett

Ekki söngkona

Ellen Kristjánsdóttir skráði sig „ekki söngkona“ í símaskrá fyrir nokkrum árum. Ellen fékk reyndar fyrsta símtalið vegna alnöfnu sinnar þegar hún var aðeins tíu ára.

„Ég fékk fullt af símtölum um hvort ég væri ekki söngkonan. Fólk hefur verið að bóka mig í viðtöl í útvarpi og sjónvarpi og aðdáendur að hringja í mig á nóttunni og segja mér hvað platan mín væri flott og reyna að bóka mig í gigg og svona, þannig að þetta var orðið svolítið þreytandi.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.