Innlent

Miðflokkurinn stillir saman strengi sína

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Una María, Jón Þór, Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún.
Una María, Jón Þór, Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún. Vísir/JóiK
Þingmenn Miðflokksins komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag. Þangað voru mættir formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og Anna Kolbrún Árnadóttir, nýskipaður formaður þingflokksins. Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson voru fjarri góðu gamni enda komnir í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma eftir Klausturupptökurnar.

Una María Óskarsdóttir og Jón Þór Þorvaldsson munu taka sæti á þingi í stað Gunnars Braga og Bergþórs. Una María er varaþingmaður fyrir Gunnar Braga í Suðvesturkjördæmi og Jón Þór fyrir Bergþór í Norðvesturkjördæmi.

Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 og þá mun Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lesa úr yfirlýsingu sem er afrakstur fundar hans með formönnum þingflokka í morgun og forsætisnefndar.

Fjölmiðlar mynduðu við upphaf fundar í dag.Vísir/JóiK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×