„Flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2018 10:30 Stefanía starfar í dag sem prestur í Glerárkirkju. Sjónvarpskonan Vala Matt fór til Akureyrar fyrir Ísland í dag á dögunum til að spjalla við Stefaníu Steinsdóttur fyrsta opinberlega samkynhneigða kvenprest landsins. Stefanía er menntaður líftæknifræðingur og fór svo í guðfræði og vinnur í dag sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri. En leiðin þangað var ekki auðveld og byrjaði á því að Stefanía lenti í hræðilegu slysi þegar hún datt af hestbaki og skaddaðist á hálsi og höfði. Hún var það kvalin að hún grét í marga mánuði, það slæm að hún íhugaði að taka eigið líf. „Ég dett á hestbaki í hestaferð og hlýt áverka á hálsi og höfði. Verkirnir eru ólýsanlegir og ég ligg bara heima grenjandi hvern einasta dag og nánast hverja einustu mínútu í mjög langan tíma þangað til ég loksins kemst á Kristnes. Mér var kippt út úr öllu og að mínu mati var ég ekki lengur móðir því ég gat ekki sinnt börnunum mínum,“ segir Stefanía.Allt tekið frá manni „Það var bara allt tekið frá manni. Vinir, fjölskyldan og vinnan. Bara svona einfaldir hlutir sem okkur finnst sjálfsagðir. Það var reynt að hjálpa manni með lyfjum sem hjálpuðu mér aldrei nægilega mikið,“ segir Stefanía sem var lengi í sjúkraþjálfun sem hjálpuðu töluvert en aldrei fór sársaukin. Slysið átti sér stað í ágústmánuði og í febrúar var Stefanía komin með miklar sjálfsvíshugsanir.Stefanía var sárkvalin í marga mánuði.„Að hugsa til baka voru þetta hræðilegir tímar, alveg skelfilegir,“ segir Stefanía en barnatrúin bjargaði lífi hennar og hún missti ekki vonina. Í kjölfarið ákvað hún að fara í guðfræði og gefa af sér sem prestur. Erfileikarnir voru aftur á móti of miklir fyrir hjónabandið og þau hjónin skilja í kjölfarið. Í guðfræðinni verður Stefanía ástfangin af konu. „Við segjum stundum að þetta bara gerðist. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði áhuga á kvenfólki yfir höfuð og ég veit í raun ekki hvort ég hafi það yfirhöfuð, nema af þessari manneskju. Ég hafði aldrei áður orðið ástfangin af konu og reyndi allt sem ég gat að koma mér út úr þessum fáránlegum aðstæðum. Þó maður sé ekki með fordóma gagnvart öðrum þá voru mínir eigin fordómar svakalegir. Það var flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð. Mér fannst þetta sjálfri ekki passa saman.“Hugsaði oft að hætta við Stefanía er tveggja barna móðir og var áður gift barnsföður sínum. Þrátt fyrir skilnað Stefaníu við eiginmann hennar þá er ótrúlega gott samband á milli þeirra og þeirra nýju maka. Fyrrverandi eiginmaður Stefaníu og hans nýja kona búa í Reykjavík en koma reglulega til Akureyrar og búa þá jafnvel hjá Stefaníu og konu hennar Hrafnhildi. „Þetta voru svolítið erfiðar pælingar og ég var bara hrædd og hugsaði ábyggilega svona tuttugu sinnum um það að hætta við að vera prestur,“ segir Stefanía en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Sjónvarpskonan Vala Matt fór til Akureyrar fyrir Ísland í dag á dögunum til að spjalla við Stefaníu Steinsdóttur fyrsta opinberlega samkynhneigða kvenprest landsins. Stefanía er menntaður líftæknifræðingur og fór svo í guðfræði og vinnur í dag sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri. En leiðin þangað var ekki auðveld og byrjaði á því að Stefanía lenti í hræðilegu slysi þegar hún datt af hestbaki og skaddaðist á hálsi og höfði. Hún var það kvalin að hún grét í marga mánuði, það slæm að hún íhugaði að taka eigið líf. „Ég dett á hestbaki í hestaferð og hlýt áverka á hálsi og höfði. Verkirnir eru ólýsanlegir og ég ligg bara heima grenjandi hvern einasta dag og nánast hverja einustu mínútu í mjög langan tíma þangað til ég loksins kemst á Kristnes. Mér var kippt út úr öllu og að mínu mati var ég ekki lengur móðir því ég gat ekki sinnt börnunum mínum,“ segir Stefanía.Allt tekið frá manni „Það var bara allt tekið frá manni. Vinir, fjölskyldan og vinnan. Bara svona einfaldir hlutir sem okkur finnst sjálfsagðir. Það var reynt að hjálpa manni með lyfjum sem hjálpuðu mér aldrei nægilega mikið,“ segir Stefanía sem var lengi í sjúkraþjálfun sem hjálpuðu töluvert en aldrei fór sársaukin. Slysið átti sér stað í ágústmánuði og í febrúar var Stefanía komin með miklar sjálfsvíshugsanir.Stefanía var sárkvalin í marga mánuði.„Að hugsa til baka voru þetta hræðilegir tímar, alveg skelfilegir,“ segir Stefanía en barnatrúin bjargaði lífi hennar og hún missti ekki vonina. Í kjölfarið ákvað hún að fara í guðfræði og gefa af sér sem prestur. Erfileikarnir voru aftur á móti of miklir fyrir hjónabandið og þau hjónin skilja í kjölfarið. Í guðfræðinni verður Stefanía ástfangin af konu. „Við segjum stundum að þetta bara gerðist. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði áhuga á kvenfólki yfir höfuð og ég veit í raun ekki hvort ég hafi það yfirhöfuð, nema af þessari manneskju. Ég hafði aldrei áður orðið ástfangin af konu og reyndi allt sem ég gat að koma mér út úr þessum fáránlegum aðstæðum. Þó maður sé ekki með fordóma gagnvart öðrum þá voru mínir eigin fordómar svakalegir. Það var flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð. Mér fannst þetta sjálfri ekki passa saman.“Hugsaði oft að hætta við Stefanía er tveggja barna móðir og var áður gift barnsföður sínum. Þrátt fyrir skilnað Stefaníu við eiginmann hennar þá er ótrúlega gott samband á milli þeirra og þeirra nýju maka. Fyrrverandi eiginmaður Stefaníu og hans nýja kona búa í Reykjavík en koma reglulega til Akureyrar og búa þá jafnvel hjá Stefaníu og konu hennar Hrafnhildi. „Þetta voru svolítið erfiðar pælingar og ég var bara hrædd og hugsaði ábyggilega svona tuttugu sinnum um það að hætta við að vera prestur,“ segir Stefanía en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning