„Flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2018 10:30 Stefanía starfar í dag sem prestur í Glerárkirkju. Sjónvarpskonan Vala Matt fór til Akureyrar fyrir Ísland í dag á dögunum til að spjalla við Stefaníu Steinsdóttur fyrsta opinberlega samkynhneigða kvenprest landsins. Stefanía er menntaður líftæknifræðingur og fór svo í guðfræði og vinnur í dag sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri. En leiðin þangað var ekki auðveld og byrjaði á því að Stefanía lenti í hræðilegu slysi þegar hún datt af hestbaki og skaddaðist á hálsi og höfði. Hún var það kvalin að hún grét í marga mánuði, það slæm að hún íhugaði að taka eigið líf. „Ég dett á hestbaki í hestaferð og hlýt áverka á hálsi og höfði. Verkirnir eru ólýsanlegir og ég ligg bara heima grenjandi hvern einasta dag og nánast hverja einustu mínútu í mjög langan tíma þangað til ég loksins kemst á Kristnes. Mér var kippt út úr öllu og að mínu mati var ég ekki lengur móðir því ég gat ekki sinnt börnunum mínum,“ segir Stefanía.Allt tekið frá manni „Það var bara allt tekið frá manni. Vinir, fjölskyldan og vinnan. Bara svona einfaldir hlutir sem okkur finnst sjálfsagðir. Það var reynt að hjálpa manni með lyfjum sem hjálpuðu mér aldrei nægilega mikið,“ segir Stefanía sem var lengi í sjúkraþjálfun sem hjálpuðu töluvert en aldrei fór sársaukin. Slysið átti sér stað í ágústmánuði og í febrúar var Stefanía komin með miklar sjálfsvíshugsanir.Stefanía var sárkvalin í marga mánuði.„Að hugsa til baka voru þetta hræðilegir tímar, alveg skelfilegir,“ segir Stefanía en barnatrúin bjargaði lífi hennar og hún missti ekki vonina. Í kjölfarið ákvað hún að fara í guðfræði og gefa af sér sem prestur. Erfileikarnir voru aftur á móti of miklir fyrir hjónabandið og þau hjónin skilja í kjölfarið. Í guðfræðinni verður Stefanía ástfangin af konu. „Við segjum stundum að þetta bara gerðist. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði áhuga á kvenfólki yfir höfuð og ég veit í raun ekki hvort ég hafi það yfirhöfuð, nema af þessari manneskju. Ég hafði aldrei áður orðið ástfangin af konu og reyndi allt sem ég gat að koma mér út úr þessum fáránlegum aðstæðum. Þó maður sé ekki með fordóma gagnvart öðrum þá voru mínir eigin fordómar svakalegir. Það var flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð. Mér fannst þetta sjálfri ekki passa saman.“Hugsaði oft að hætta við Stefanía er tveggja barna móðir og var áður gift barnsföður sínum. Þrátt fyrir skilnað Stefaníu við eiginmann hennar þá er ótrúlega gott samband á milli þeirra og þeirra nýju maka. Fyrrverandi eiginmaður Stefaníu og hans nýja kona búa í Reykjavík en koma reglulega til Akureyrar og búa þá jafnvel hjá Stefaníu og konu hennar Hrafnhildi. „Þetta voru svolítið erfiðar pælingar og ég var bara hrædd og hugsaði ábyggilega svona tuttugu sinnum um það að hætta við að vera prestur,“ segir Stefanía en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
Sjónvarpskonan Vala Matt fór til Akureyrar fyrir Ísland í dag á dögunum til að spjalla við Stefaníu Steinsdóttur fyrsta opinberlega samkynhneigða kvenprest landsins. Stefanía er menntaður líftæknifræðingur og fór svo í guðfræði og vinnur í dag sem prestur í Glerárkirkju á Akureyri. En leiðin þangað var ekki auðveld og byrjaði á því að Stefanía lenti í hræðilegu slysi þegar hún datt af hestbaki og skaddaðist á hálsi og höfði. Hún var það kvalin að hún grét í marga mánuði, það slæm að hún íhugaði að taka eigið líf. „Ég dett á hestbaki í hestaferð og hlýt áverka á hálsi og höfði. Verkirnir eru ólýsanlegir og ég ligg bara heima grenjandi hvern einasta dag og nánast hverja einustu mínútu í mjög langan tíma þangað til ég loksins kemst á Kristnes. Mér var kippt út úr öllu og að mínu mati var ég ekki lengur móðir því ég gat ekki sinnt börnunum mínum,“ segir Stefanía.Allt tekið frá manni „Það var bara allt tekið frá manni. Vinir, fjölskyldan og vinnan. Bara svona einfaldir hlutir sem okkur finnst sjálfsagðir. Það var reynt að hjálpa manni með lyfjum sem hjálpuðu mér aldrei nægilega mikið,“ segir Stefanía sem var lengi í sjúkraþjálfun sem hjálpuðu töluvert en aldrei fór sársaukin. Slysið átti sér stað í ágústmánuði og í febrúar var Stefanía komin með miklar sjálfsvíshugsanir.Stefanía var sárkvalin í marga mánuði.„Að hugsa til baka voru þetta hræðilegir tímar, alveg skelfilegir,“ segir Stefanía en barnatrúin bjargaði lífi hennar og hún missti ekki vonina. Í kjölfarið ákvað hún að fara í guðfræði og gefa af sér sem prestur. Erfileikarnir voru aftur á móti of miklir fyrir hjónabandið og þau hjónin skilja í kjölfarið. Í guðfræðinni verður Stefanía ástfangin af konu. „Við segjum stundum að þetta bara gerðist. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði áhuga á kvenfólki yfir höfuð og ég veit í raun ekki hvort ég hafi það yfirhöfuð, nema af þessari manneskju. Ég hafði aldrei áður orðið ástfangin af konu og reyndi allt sem ég gat að koma mér út úr þessum fáránlegum aðstæðum. Þó maður sé ekki með fordóma gagnvart öðrum þá voru mínir eigin fordómar svakalegir. Það var flókið að ætla að verða prestur en vera svo allt í einu samkynhneigð. Mér fannst þetta sjálfri ekki passa saman.“Hugsaði oft að hætta við Stefanía er tveggja barna móðir og var áður gift barnsföður sínum. Þrátt fyrir skilnað Stefaníu við eiginmann hennar þá er ótrúlega gott samband á milli þeirra og þeirra nýju maka. Fyrrverandi eiginmaður Stefaníu og hans nýja kona búa í Reykjavík en koma reglulega til Akureyrar og búa þá jafnvel hjá Stefaníu og konu hennar Hrafnhildi. „Þetta voru svolítið erfiðar pælingar og ég var bara hrædd og hugsaði ábyggilega svona tuttugu sinnum um það að hætta við að vera prestur,“ segir Stefanía en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira