Lífið

Katrín Lea valin af 94 keppendum til að mæta í beina útsendingu á Facebook

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Katrín Leu lengst til hægri.
Hér má sjá Katrín Leu lengst til hægri.

Katrín Lea Elenudóttir er um þessar mundir í Bangkok að undirbúa sig fyrir Miss Universe-keppnina sem fram fer þann 16. desember.

Af þeim 94 keppendum voru fimm valdar til að mæta í beina útsendingu á Facebook-síðu Miss Universe og var Katrín ein af þeim.

Búið var að taka saman spurningar sem fimmmenningarnir áttu að svara og gera það í beinni útsendingu en tugþúsundir manns hafa horft á myndbandið.

Hér að neðan má sjá hvernig Katrín Lea stóð sig.


Tengdar fréttir

Besta stúlka í heimi

Þegar Katrín Lea Elenudóttir er hamingjusöm líður henni eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins. Hún er af rússneskum ættum og segist hafa trúað orðum móður sinnar að hún væri fegursta, duglegasta og langbesta barn í heimi. Hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í desember.

Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík

Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.